Nýlega eignaðist ég nýtt áhugamál, sem hjálpar mér einnig að skipuleggja mig. Ég byrjaði með bullet journal og það heillaði mig upp úr skónum!

Hvað er bullet journal?

Hugmyndin að bullet journal kom frá manni sem heitir Ryder Carroll. Hann þróaði kerfi sem snýst um að hafa yfirsýn yfir verkefni, hugmyndir, viðburði, innkaupalista og nánast allt sem manni dettur í hug, í einni bók.

Image result for bullet journal

Hvað þarf að eiga til að byrja með bullet journal?

Margir halda að það þurfi að eiga 90 tegundir af pennum, rándýra punktabók og 50 washi tape til að halda úti bullet journal. En það er stór misskilningur því í grunninn þarf maður bara penna og einhverja minnisbók. Skiptir ekki máli hvort hún sé punkta-, línu- eða rúðustrikuð. Allt hitt er bara aukaatriði til skemmtunar.

 

Related image

Hvernig á maður að byrja?

Það sem hjálpaði mér mest var að liggja á pinterest og skoða annara manna bækur og hvað væri hægt að setja í bókina. Ég safnaði saman helling af hugmyndum sem ég hélt ég gæti nýtt mér og henti mér svo í djúpu laugina.

Mig langar að deila með ykkur nokkrum myndum sem hjálpuðu mér að koma mér af stað.

Takk fyrir að lesa x

Alexandra Ivalu

Alexandra er 19 ára Mosfellingur og stundar nám við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Hún er hálf íslensk og hálf grænlensk en hefur búið alla sína ævi hérlendis. Áhugamál Alexöndru eru förðun, útivera, ljósmyndun og hundar. Þið getið fundið Alexöndru á Instagram undir @alexandraivalu.