Góðan daginn kæru Pigment lesendur,

Ása Bergmann heiti ég og er 30 ára gömul með fasta búsetu í Danmörku. Ég er ein af nýju pistlahöfundum hérna á Pigment og hlakka mig mikið til að fást við þetta verkefni. Ég ætla byrja þetta ferðalag með smá kynningu á hver ég er. 

„Smábæjarstelpan frá Seyðisfirði með mikla sköpunargáfur & ævintýraþrá,
elskar stórborgina en elska þó að vera í kyrrð og ró.“

Þetta gæti verið setning sem útskýrir svolítið hver ég er. Ég er skapandi og einkennir það hvað ég menntaði mig í; hönnun. Ég er mikil ferðalangur og finnst ótrúlega skemmtilegt að ferðast og skoða nýja staði og langar mig helst að heimsækja eitthvað nýtt land eða borg á hverju ári. 

Ástæða fyrir búsetu minni hér í Danaveldi er að árið 2014 lét ég draum rætast um að verða hönnuður. Í desember útskrifaðist ég með BA gráðu í Retail Design eða Verslunarhönnun á Íslensku. Ég er ekki byrjuð að vinna við fagið en er að vinna í því að leita mér að vinnu tengdri því. Á meðan starfa ég í hlutastarfi sem Grafískur hönnuður hjá danska eldhúsinnréttinga fyrirtækinu Kvik, og hef gert í rúmt ár núna.

Útskriftarverkefnið mitt – KEVIN.MURPHY hárgreiðslustofa. Hægt að skoða nánar á www.asabergmanndesign.com

Nicklas náði að fanga hjarta mitt og ílengist því dvölin í Danmörku. Við búum saman á litlum sveitabæ fyrir utan bæinn Herning á Jótlandi. Með okkur búa drengurinn hans Nicklas, hann Emil sem er á 6. aldursári og hundurin Flóki sem er íslenskur fjárhundur.
Fæ oft þá spurningu hvort mér finnist ekki erfitt að búa svona í „Sveitinni“, og því svara ég neitandi því mig þykir það yndislegt. Það er ótrúlega róandi að búa hérna með landið og tréin í kring, en fjöllin vantar þó.

Flóki
IMG_1893
SAMSUNG CSC

Mín helstu áhugamál eru hönnun og þá aðallega Verslunar-, Innanhús- & Grafísk Hönnun. Ég hef mikinn áhuga einnig á Vöruhönnun og arkitektúr en er það aðeins fyrir utan mitt sérsvið. Pistlar frá mér verða mjög liklega fjölbreyttir þar sem ég hef vítt áhugasvið og margt sem mig langar að deila með ykkur kæru lesendur. 

Hægt er að fylgjast með hvað ég er að gera varðandi hönnun á Instagram undir nafninu @asabergmanndesign. Mitt persónulega Instagram er @asagudrun

Ása Bergmann

Ása Bergmann er 30 ára Verslunarhönnuður (Retail Designer) sem býr í Herning í Danmörku. Hún er í sambúð með Dananum/Færeyingnum Nicklas, syni hans Emil og hundinum Flóka. Helstu áhugamál hennar tengjast hönnun og eru það aðallega Verslunar-, Innanhús- & Grafísk Hönnun. Að auki hefur hún áhuga á ferðalögum, tísku, útiveru og bakstri.

Instagram @asabergmanndesign & @asabergmann_
www.asabergmanndesign.com