Færslan er unnin í samstarfi við Modibodi á Íslandi og vörurnar voru fengnar að gjöf

Já kæru lesendur, ég er farin að tala um túrnærbuxur! Ásamt fullt af öðrum hlutum sem við kvenfólk þurfum að díla við í hverjum mánuði. Ástæðan fyrir því að mig langar að tala um þetta er ný uppgötvun hjá mér sem snýr að túrnærbuxum, en einnig sú staðreynd að við tölum alltof lítið um þennan mánaðarlega viðburð nær allra kvenna á breiðu aldursbili. Fyrir mér ættum við að tala um blæðingar rétt eins og karlmenn tala um andlitsrakstur; eðlilega og hispurlaust. Hvers vegna að fara í felur með eitthvað sem er svo ótrúlega eðlilegt? Ég get ekki talið hversu oft ég læddist inn á klósett með dömubindi eða túrtappa upprúllað inni í höndinni eins og ég væri að fara að reykja eða neyta eiturlyfja þangað til ég áttaði mig á því að túr væri eðlilegasti hlutur í heimi og að ef einhverjum fyndist óþægilegt að sjá mig halda á túrtappa, þá væri það þeirra vandamál með öllu.

Minni verkir og betra fyrir umhverfið

Líf mitt gjörbreyttist fyrir nokkrum árum þegar ég fór yfir í þægilegri og umhverfisvænni valkost og fór að nota mánabikarinn góða þegar ég var á blæðingum. Bæði spara ég gífurlegan pening, er ekki að menga umhverfið og túrverkir minnkuðu einnig örlítið sem er mjög góður kostur þar sem að ég hef verið veik af verkjum og með bæði PCOS og legslímuflakkseinkenni í fjölda ára sem greindist nýlega. Við vitum einnig flestar að túrtappar og dömubindi geta valdið miklum óþægindum og sýkingum, fyrir utan hvað það er pirrandi að þurfa alltaf að fara út í búð og kaupa þetta. Bikarinn góði er því eitthvað sem er mér ómissandi.

Byltingakennd nýjung

En aftur hef ég séð ljósið og uppgötvað byltingakennda nýjung, en það eru Modibodi túrnærbuxurnar. Þegar mér bauðst að prófa þær þá hugsaði ég mig ekki tvisvar um og varð strax spennt. Enda er það algjörlega þannig að suma daga þarf maður auka vernd á meðan að aðra daga er mánabikarinn aðeins of mikil vernd. Túrnærbuxurnar virka þannig að það er innbyggt „bindi“ sem veitir rakadrægni og vernd en það er auðveldlega hægt að velja um snið og stig rakadrægni. Modifier Technology™ veitir sömu vernd og allt að tveir túrtappar þrátt fyrir að vera bara 3 mm þunnar, en þú velur! Hér er hægt að lesa sér betur til um rakadrægni buxanna.

Ég valdi mér tvær nærbuxur í sitthvorum litnum í Sensual Hi-Waist Bikini sniði sem er með blúndu á kantinum og ótrúlega sætar. Að ekki sé minnst á þægindin! Við skulum hafa það á kristaltæru að ég væri aldrei að tala tilneydd um þægindi nærbuxna, en þetta er eitthvað allt annað. Ég geng mun oftar í þeim en bara þegar ég er á túr því þær eru einfaldlega þægilegustu nærbuxur sem ég á og úr mjúkri bómull. Ég hef svo vanalega notað mínar síðustu dagana á blæðingum ásamt því að nota þær með bikarnum til að veita aukið öryggi.

Allskonar konur og ekkert Photoshop

Þetta mun að öllum líkindum ekki verða reglulegur viðburður hjá mér að mæla með undirfötum, en ég mæli með því að allir kvenmenn fái sér að minnsta kosti einar þar sem að þær eru algjör himnasending.

Rúsínan í pylsuendanum er svo að Modibodi nota allskonar konur í auglýsingarnar sínar (sorrý, ég hata hugtakið „raunverlegar“ konur því allar konur eru raunverlegar) og þau nota ekki Photoshop til að vinna neinar myndir! Endilega kíkið á heimasíðu og Facebook síðu Modibodi til að kynna ykkur nærbuxurnar betur.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is