V O R

Í byrjun árs færði ég mig yfir í sálfræðina í Háskólanum í Reykjavík og sé sko sannarlega ekki eftir því. Hef fengið að kynnast yndislegu fólki í náminu mínu og í vor skelltum við okkur nokkur á árshátíð HR. Það var þó ekki það eina sem gerðist í vor, en við fjölskyldan skelltum okkur í bústaðinn góða í Reynishverfinu og á sama tíma kom Óliver Máni í heiminn. Hann var þó ekki eina barnið sem var á leiðinni þetta árið en við héldum „babyfrænkó“ fyrir tvær af frænkunum sem áttu von sér seinna um árið. Þær hafa verið mjög samtaka í þessu, en þær eignuðust báðar sín fyrstu börn fyrir fjórum árum!

Vinkonur mínar sem ég kynntist þegar ég bjó í Noregi þegar ég var unglingur komu í heimsókn. Við tókum túristadaginn alvarlegan og brunuðum til Víkur í Mýrdal og komum við á viðeigandi stöðum á leiðinni. Eftir að hafa skoðað Gullfoss og Geysi brunuðum við síðan í bæinn og beint í dinner á Grillmarkaðnum og þaðan í kokteila á Pablo Diskóbar.

Það er varla hægt að líta yfir árið án þess að nefna þessi litli krútt; Khloe og Púka. Við fengum þau í byrjun árs og það er eins og þau hafi alltaf verið partur af fjölskyldunni. Við fengum þau stuttu áður en hundurinn sem krakkarnir voru búin að eiga síðan þau voru lítill dó. Ég held að það hafi gert ótrúlega mikið fyrir okkur öll að fá þessar litlu kisur inn í lífið okkar á svipuðum tíma.

Einkadóttirinn fermdist um páskana og það var haldinn heljarinnar veisla. Ótrúlega skemmtilegur dagur með fjölskyldu og vinum sem gleymist seint, nú eigum við bara eftir að ferma eitt barn! Svo taka víst stúdentaveislurnar við – eða ég vona það!

S U M A R

Ég kom Bjarka á óvart og bauð honum í helgarferð til Amsterdam, yndisleg ferð í alla staði og erum við bæði á því að við verðum að fara þangað aftur. Einnig hef ég verið að velta fyrir mér að fara í skiptinám í eina önn og gæti ég alveg hugsað mér að búa í Amsterdam. Eina sem þarf er hjól og þér eru allir vegir færir, og ef það er ekki nóg þá leigir maður sér bara bát!

Ekki má gleyma frábæru vinunni minni, en ég hef unnið hjá Nordic Visitor í tvö sumur. Skemmtilegra fólki hef ég ekki kynnst og þessi vinnustaður er alveg á öðru leveli! Samstarfsfólkið, kaffið, móralinn, skemmtinefndin, uppákomurnar og ég gæti haldið endalaust áfram. Þjóthátið í eyjum, vorhátðin og ferðin inn í Þórsmörk standa þó uppúr þetta sumarið.

Í ágúst var loksins komið að því að leysa út fermingargjöfina hennar Jennýar, en við fórum í stelpuferð til Tenerife. Hér einkendust allir dagar af því að sofa út, borða góðan mat, liggja í sólbaði og borða nóg af ís. Jenný kafaði í fyrsta skipti og ég held að hún hafi nánast séð flest allt sem ég hef séð þó að ég hafi kafað hátt í tíu skipti!

Eftir Tenerife flugum við til London og voru þar í nokkra daga, planið var að versla þar og chilla á Tenerife. En þar sem við versluðum nú líka fullt á Tenerife þá var planið að versla minna í London og skoða meira, en það gekk ekki alveg jafn vel. En á öðrum degi í London vorum við komnar með nóg af því að versla og eyddum því sem eftir var ferðarinnar að skoða okkar um og borða góðan mat. SushiSamba stóð klárlega upp úr í þessari ferð, þvílík upplifun!

V E T U R

Það var nóg um að vera í vetur, ég var á haus í skólanum, námskeiði og byrjaði að æfa kickbox hjá Mjölni. Sem ég þurfti síðan að taka smá pásu í því það var alltof mikið að gera hjá mér. Litla barnið mitt byrjaði að æfa dans hjá Dans Studio World Class. En ég verð að segja að ég hef sjaldan verið jafn stolt þegar ég sá hann „performa“ með hópnum sínum á jólasýningunni. Í vetur tókst mér loksins (það tók þó sinn tíma) að gera vegginn i stofunni  fínan. Það er verkefni sem var byrjað á í haust held ég – en núna vantar bara nokkrar myndir og þá ætti þetta að vera komið. Og fyrir þá sem hafa fylgst með mér á Instastories, þá erum við loksins búin að mála veginn svartan og við máluðum líka stigann svartan – fyrir jól, eins og Bjarki sagði.

Jólin voru yndisleg, fjölskyldan mín var hjá okkur og voru þetta með þeim betri jólum sem ég hef átt. Við vorum svo tímanlega að öllu, annað en fyrri jól en við vorum í engu stressi í kringum jólin og var það alveg kærkomið. Sólahringurinn hjá mér og krökkunum er þó ennþá í rugli, Bjarki greyið er hinsvegar búin að þurfa að mæta í vinnu milli jóla og nýárs. Það var þó nóg að gera hjá okkur eftir aðfangadag, en það voru jólaboð hjá okkur og annarsstaðar og á laugardaginn erum við Bjarki að fara í brúðkaup og svo er gamlárs dagur.

Ég er spennt fyrir hvað nýjar árið hefur upp á að bjóða og vill ég þakka ykkur kæru lesendum fyrir árið sem er að líða og óska ykkur gleðilegs nýs árs.

Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.