Jólin eru um helgina og nú eru allir að klára síðustu skrefin.
Jólainnpökkun er skemmtilegur partur finnst mér. Ég sest niður með te, kveiki á jólatónlist og byrja að pakka inn jólagjöfunum sem ég hef keypt.

Ég fór í Ikea og keypti mér pappír og bönd. Einnig fór ég og keypti borða og bönd í Söstrene Grene. Greinar er hægt að kaupa í blómaval t.d eða klippa af greinum úti.

Mér finnst þetta æði og læt ég oft fylgja jólaskraut eða jólastafur með á pakkanum.
Ef þú átt prentara gætiru prentað t.d mynd af þeim sem fá gjöfina eða af þér og þeim og haft sem kort.

Hérna eru hugmyndir af fallegum innpökkunum


Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa