Færslan er ekki kostuð

Jólin nálgast óðfluga og einungis 7 dagar til stefnu. Margir eru nú þegar búnir að klára jólagjafainnkaupin en fyrir þá sem eiga það eftir eða vilja bæta einhverju minna í pakkann þá er þessi listi góð byrjun til að láta hugann reika. Sumir eru einnig ekki með mjög mikið á milli handanna og vilja því halda jólagjöfum í ódýrari kantinum, en stundum virðist það vera hægara sagt en gert að fá eitthvað nytsamlegt undir 5000 krónum á Íslandi í dag. Ég tók því saman nokkrar hugmyndir um gjafir undir 3500 krónum, allt frá 1000 krónum og upp í þá upphæð. Allir þessir hlutir eru eitthvað sem ég gæti hugsað mér að eiga en ég passaði líka að fólk gæti fundið eitthvað við hæfi flestra.

Jólagjafahugmyndir undir 3500 krónum

 

 1. Maskatríó-ið með „mini“ útgáfum af vinsælu möskunum er falleg gjöf handa þeim sem elska maska. Pakkinn inniheldur þrjá maska; Instant Detox, Skin Nourish og Radiance Boost. Fæst í Hagkaup Smáralind og Lyf&Heilsu Kringlunni
 2. Handkæði frá Lín Design eru virkilega góð gjöf en þau eru einmitt á tilboði núna. Hægt væri að kaupa tvö falleg handklæði úr lífrænni bómull í fallegum lit handa einhverjum sem þér þykir vænt um. Fást í verslunum Lín Design og hér
 3. Ég elska sheet maska og þeir eru að mér finnst með þeim allra bestu frá merkinu Karuna. Maskarnir innihalda 30 ml af serumi sem dælist inn í húðina meðan á notkun stendur; fullkomið dekur! Fæst í verslun Nola og hér
 4. Hágæða te eru alltaf falleg gjöf og Teatox te-in eru í algjöru uppáhaldi hjá mér. Pure Beauty te-ið frá Teatox er frábært fyrir tedrykkjumanneskjuna í þínu lífi. Fæst í verslun Maí og hér
 5. Design Letters bollarnir eru frábær, persónuleg og falleg gjöf fyrir alla! Fást meðal annars í verslunum Epal og hér
 6. Ég er ástfangin af þessum litlu, krúttlegu skartgripaskrínum úr Snúrunni, en þau gætu hentað fyrir hvaða aldur sem er. Fást í Snúrunni og hér
 7. Glasamottur eru flottar fyrir alla sem eiga heimili og þessar úr Hrím klikka ekki. Fást í verslunum Hrím og hér
 8. Húfa er nauðsynleg fyrir alla og ekki verra ef það er hægt að fá svona flotta og vandaða vöru á góðu verði. Strokkur húfan frá ZO-ON ætti að henta flestum. Fæst í verslunum ZO-ON og hér
 9. Hversu sætur er þessi flöskuopnari? Eins og þið sjáið er þetta brass ananas og myndi sóma sér vel í hvaða eldhúsi sem er. Fæst í verslunum Hrím og hér
 10. Trefill er alltaf góð gjöf, enda flestir ánægðir með að verða ekki kalt yfir veturinn. Mér finnst þessi frá Pieces ótrúlega fallegur! Fæst í verslunum VILA og hér
 11. Augnmaskarnir frá Skyn Iceland hafa farið sigurför um heiminn og af góðri ástæðu; þeir smellvirka og eru eins og espresso skot fyrir augnsvæðið! Þeir draga úr þrota, baugum og línum og henta ótrúlega vel í jólapakka. Fást í verslun Nola og hér
 12. Ilmkerti standa alltaf fyrir sínu, en þessi fallegu Victorian ilmkerti eru ótrúlega vönduð og með góðri lykt. Fást í Snúrunni og hér

Munið svo að það er hugurinn sem gildir og leyfið ykkur að slappa af yfir hátírnar.

 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is