Þá er komið að því að við tölum um seinni hluta dagatalsins, enda ekki seinna vænna þar sem að það fór af stað í gær og nú eru einungis 11 dagar til jóla! Við viljum þakka kærlega fyrir okkur og þátttökuna í fyrri helmingnum sem fór fram úr okkar björtustu vonum! Einnig viljum við þakka samstarfsaðilum okkar og ykkur öllum fyrir að gera þetta mögulegt

Jóladagatal Pigment.is 13.-24.desember

Þessi hluti dagatalsins veldur vonandi ekki vonbrigðum, en líkt og í fyrri hlutanum eru gjafirnar frá nokkrum af okkar helstu samstarfsaðilum yfir liðið ár og gjafapakkarnir 22.-24. desember verða sérstaklega veglegir, en þegar nær dregur jólum setjum við saman veglega heildarpakka fyrir vinningshafana sem þá hljóta.

13. desember í boði Lancôme Iceland: Lancôme Olympia hátíðarlookið – Gullfalleg Multi usage palletta (augnskuggar, kinnalitir og varalitir), þrjú naglalökk og Monsieur Big maskari
14. desember í boði Reykjavík Design: Gullfallegur XLBoom Floating Box rammi fyrir minningarnar og stórt XLBoom kerti í gylltu
15. desember í boði Moroccanoil og Regalo fagmenn: Veglegt Moroccanoil Repair sett skemmt eða efnameðhöndlað hár með sjampói, hárnæringu og olíu (2 vinningshafar).
16. desember í boði Lín Design: Svuntukjóllinn Ellý og glæsilegur, svartur bómullarkjóll sem myndi sóma hvaða konu sem er vel, en fatnaðurinn frá Lín Design er sérstaklega endingargóður, nytsamlegur og þægilegur.
17. desember í boði BLAQ á Íslandi: Flottur pakki með hinum vinsæla Blaq maska, augnmöskum, tannhvíttunarpenna og Metor Shower líkamsskrúbb.
18. desember í boði MARC INBANE og Bpro Iceland: Truflaður Marc Inbane gjafakassi með stóru brúnkuspreyi og kabuki bursta – fullkomið fyrir góða brúnku!
19. desember í boði Deisymakeup.is: Glæsileg glimmer palletta með 15 litum sem eru fullkomnir fyrir áramótin & Drottning varakit.
20. desember í boði Elite Models Accessories Iceland: Nokkrir af vinsælustu burstum merkisins ásamt sílíkonsvampi og burstahreinsi – góðar vörur á hagstæðu verði!
21. desember í boði Biotherm: Ofur maskatvenna frá Biotherm – Wonder Mud hreinsi- og ljómamaskinn ásamt Life Plankton endurnýjunar- og rakamaska, en báðir skila þeir þér glænýrri húð!
22. desember í boði label.m á Íslandi & ILMOLÍULAMPAR: Glæsilegur Therapy lúxuspakki frá Label.M með sjampói, hárnæringu, hárolíu, olíuspreyi, próteinkremi og djúpnæringu, en vörurnar eru frábærar fyrir hár sem þarf nýtt líf og lúxus umhirðu. Einnig er í pakkanum OSKA ilmolúlampi sem þú getur stjórnað beint úr símanum ásamt tveimur hátíðarilmolíum til að fylla heimilið af jólaskapi – þegar jólin eru liðin er svo hægt að versla aðra ilmi í lampann!
23. desember í boði Snyrtistofunnar Cosy & Milk Shake Iceland: 60 mínútna lúxus andlitsbað á Snyrtistofunni Cosy á Stórhöfða, en í því er dekrað við húðina svo að hún verður eins og ný í vandaðri og flottri meðferð. Einnig er flottur pakki frá Milk_Shake með Medium Hold Hairspray, Texturizing Spirits og Smoothing Cream fyrir hárið; öll hármótunarefnin á einum stað!

24. desember í boði Origins á Íslandi, OPI Ísland, HH Simonsen á Íslandi, Reykjavík Design & Wodbúð: Langstærsti vinningurinn í ár! ORIGINS, A Perfect World línan: SPF 40 rakakrem, Body Lotion, húðhreinsir með hvítu te-i og stinnandi augnkrem. A Perfect World línan sér um að draga úr öldrunareinkennum ásamt því að jafna áferð og útlit húðarinnar, en það sem er sérstakt við línuna er að hún inniheldur hvítt te sem ilmar dásamlega og hefur andoxandi áhrif. OPI: Hátíðarpakki með 25 naglalökkum, sem eru blanda af jólalitunum í ár ásamt þeirra vinsælustu litum. HH SIMONSEN: Infinity Styler Gold sléttujárn sem sléttir hárið mjúklega án þess að skaða það og verndar í senn hvert hár. Einnig er hægt að krulla hárið með járninu. REYKJAVÍK DESIGN: XLBoom GEMMA skál sem sómar sér vel á hvaða heimili sem er og undir allt. WODBÚÐ: Æfingabuxur að eigin vali, en æfingafötin frá Wodbúð eru þekkt fyrir að vera falleg í sniði, þægileg og fullkomin í alla hreyfingu.

 

Þið getið tekið þátt í leiknum með því að smella HÉR, en við drögum einnig út þar ásamt því að tilkynna vinningshafa hér fyrir neðan.

Vinningshafar

13. desember – Togga Monroe

14. desember – Guðný Björg Rögnvaldsdóttir

15. desember – Sólveig Þórarinsdóttir & Andrea Stefánsdóttir

16. desember – Anna Heba Hreiðarsdóttir

17. desember – Rut Rúnarsdóttir

18. desember – Bryndís Pálsdóttir

19. desember – Þóra Kjartansdóttir

20. desember – Arnbjörg Edda Hjaltadóttir

21. desember – Karolina Furman

22. desember – Elísabet Hlín Steinþórsdóttir

23. desember – Þóra Björk Harðardóttir

24. desember – Guðlaug Pétursdóttir

Takk fyrir þátttökuna!

 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is