Ég er búin að vera aðeins á Pinterest að leita af innblástri af lúkki fyrir gamlárskvöld. Að sjálfsögðu er mikið um glimmer og glamúr sem er alltaf skemmtilegt, enda er þetta yfirleitt sá tími árs að klæðast því. Annars tók ég líka eftir að velúr outfit er líka ansi heitt og mikið af flottum outfit-um og svo líka skemmtilegt að blanda því saman. En ég tók saman nokkrar myndir og vildi deila með ykkur.

Alltaf gaman að glamúr og glimmeri, finnst það líka svo flott þegar það kemur að förðuninni fyrir kvöldið.

Annars langaði mig að setja inn hér fyrir neðan þau dress sem mig langar rosalega mikið í fyrir áramótin sem eru til hérna heima.

Mér finnst þessi kjólar frá Hildi Yeoman algjörlega truflaðir! Langar í alla. Þeir fást allir í versluninni hennar á Skólavörðustíg.

Og svo er eitt outfit frá Gallerí Sautján:

Ég á þetta dress í svörtu og finnst það mjög töff. Þetta fæst í Gallerí Sautján. Kemur í þessum fallega bláa og svo svörtu.

***

Annars langar mig að óska ykkur gleðilegs nýs árs og þakka fyrir það gamla. Gangið hægt um gleðinnar dyr og munið eftir öryggisgleraugunum þegar þið eruð að sprengja!

Eigið frábær áramót og sjáumst á nýju ári!

IG: beggaveigars

Berglind Veigarsdóttir

Berglind Veigarsdóttir og er 32 ára, gift og á 2 yndislegar dætur. Hún er sjúkraliði og vinnur á Bráðamóttöku Landspítalans og er einnig dresser í þjóðleikhúsinu en ákvað nýverið að breyta til og gerast flugfreyja hjá Icelandair. Hún hefur mikinn áhuga á tísku, heimilum, ferðalögum, snyrtivörum, menningu og fleiru. Hún mun skrifa um allt sem vekur áhuga hennar hverja stundina en þá helst tísku, ferðalög og heimilið.