Nýtt ár, ný ævintýri, ný markmið, ný upplifun og svo endalaust mætti telja.
Það er svo stutt í nýtt ár, sumir eru með áskorun á sjálfan sig sem gæti verið meiri hreyfing, styrkja andlegu hliðina, hrósa meira, brosa meira, ferðast til Grænlands eða kaupa sér bíl. Allt milli himins og jarðar. Gerðu plön, ýttu þér áfram og láttu drauma rætast. Ekki fara inn í nýtt ár, ár eftir ár að upplifa alltaf það sama, ýttu þér áfram.

Krukkan

Krukkuaðferðin er sniðug. Á hverju ári skrifar hver og einn markvið eða áskorun og setur ofan í krukku. Svo um áramót er krukkan opnuð og hver og einn les miðan sinn og segir svo frá hvort markmiðið varð að raunveruleika, deilir sögu og skrifar svo ný markmið eða áskorun fyrir árið sem er að koma.

Ég gaf vinkonu minni krukku sem hún ein átti. Í hana setti hún miða með tilfiningum, leyndarmálum, markmið og sigra. Nafn á fólki sem hún kynntist og skrifaði niður skemmtilegar upplifanir. Í enda árs opnaði hún svo krukkuna og fór að rifja upp allt sem gekk á þetta ár.

Með því að vera með svona krukku getur þú fagnað því sem þú náðir, bætt það sem þarf og hlegið af yndilegum minningum.

Hvernig set ég mér markmið?

Vertu með markmið sem eru raunsæ, hægt er að skrifa markmið fyrir hvern mánuð.
Vertu með dagbók og skrifaðu markmiðið þar niður. Ég mæli með 2018 dagbókinni frá Munum eða að hanna þína eigin dagbók á Personal Planner.
Þú getur verið með markmið upp á vegg eða á ískápnum og þá mæli ég með Prentsmiður.is

Virðum okkur sjálf og aðra

Það þarf að virða sjálfan sig, hrósa sjálfum sér og hugsa vel um líkamann sem sálina. Við viljum öll lifa lengi og vel. Gerðu það besta fyrir þig.
Með þessu smitarðu aðra en hrós eru einnig einhvað sem vantar í samfélagið. Hrósum hvort öðru með orðum en ekki bara á samfélagsmiðlum. Við vitum öll hvað hrós eru góð fyrir okkur, lifið er allt of stutt, láttu þá sem þér þykir vænt um vita af því.
Ræktaðu sambandið við þína nánustu. Ef þú vilt að einhver heimsæki þig eða heyri í þér gerðu það þá ekki bíða eftir öðrum. Þú stjórnar hverjum þú vilt gefa þína orku og ást. Pössum að gefa ekki orku í þá sem vilja eða virða hana ekki.

Ekki bölva mánudeiginum, njóttu hans. Mánudagurinn er ný byrjun á nýrri viku.
Ef einhvað truflar þig, breyttu til.

Njóttum lífsins og setjum markmið, hugsum um okkur og aðra líka.
Við lifum aðeins einu sinni.

Nú er ég farin að setja markmið mín fyrir næsta ár.

 

 

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa