Hver kannast ekki við það að vera búin að labba þrjátíu hringi um Kringluna og Smáralindina í leit af fullkomri jólagjöf fyrir manneskjuna sem á allt. Í staðin fyrir að kaupa enn einn kertastjakan eða ilmvatnið mæli ég með að kynna ykkur sannar jólagjafir hjá Unicef.

 Sannar gjafir virka svoleiðis að þú ferð inná heimasíðu Unicef og velur þar hvað þú vilt gefa bágstöddu barni út í heimi, en þar er úr miklu að velja til að mynda hlý teppi, bólusetningar eða námsgögn.

Breitt verðbil og fullkomið fyrir jólasveina

Gjafirnar eru hægt að fá á mjög breiðu verðbili til dæmis kosta tvö hlý teppi fyrir börn 1688kr. Þegar þú kaupir sanna gjöf Unicef færðu sent gjafabréf til að gefa fjölskyldu eða vini en Unicef sér svo um að senda sjálfa gjöfina til barna í neyð.

Mér finnst líka tilvalið að jólasveinar nýti sér að gefa sanna gjöf og geta þá foreldrar útskýrt tilgang gjafarinnar fyrir börnunum sínum

María Stefáns

María Stefáns er 25 ára móðir og unnusta, með mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og hollum lífsstíl. Starfandi naglafræðingur á Hár & Dekur og hefur lokið BS gráðu í sálfræði við HR.
Fylgstu með Pigment.is á Snapchat!