Færslan er unnin í samstarfi við Sjávargrillið

Eins og þið hafið kannski tekið eftir, þá urðum við hjá Pigment.is tveggja ára núna 11. nóvember síðastliðinn. Við erum allar djúpt snortnar yfir þeim viðtökum sem við höfum fengið yfir undanfarin ár og hvað lesendum okkar hefur fjölgað, en núna um daginn náðum við 10.000 fylgjendum á Facebook!

Fordrykkur & makkarónur

Við ákváðum að gera okkur glaðan dag og fagna þessum áfanga, en það var sko ekki af verri endanum! Sjö af okkur hittumst en hinar voru annað hvort í brúðkaupi, í útlöndum eða nýbúnar að eignast barn og voru því með okkur í anda.

Ég bauð stelpunum fyrst heim til mín í fordrykk, snarl og „goodiebags.“ Stelpurnar hjá skreytingarversluninni PIPPA voru svo yndislegar að bjóða fram skreytingar fyrir kvöldið, en heima bauð ég einnig upp á freyðivín, Sömersby, osta og gómsætar makkarónur frá Lindu Ben. Afsláttarkóða hjá Pippu fyrir lesendur Pigment má svo finna neðst í færslunni! 

Sjávargrillið orðið uppáhalds

Eftir að hafa skálað, gætt okkur á makkarónum, opnað pokana og spjallað héldum við niður á veitingastaðinn Sjávargrillið á Skólavörðustíg, en þar áttum við pantað borð og okkur boðið upp á dýrindis veitingar. Ég hef sjálf komið nokkrum sinnum á Sjávargrillið og ég get sagt með góðri samvisku að það er orðið einn af mínum uppáhaldsstöðum í dag! Þjónustan sem við fengum var upp á tíu, maturinn sérstaklega góður og andrúmsloftið æðislegt. Svo er staðurinn ótrúlega góð blanda af nútímalegum stað með kósý ívafi.

Í forrétt fengum við stelpurnar djúpsteiktan Brie ost ásamt nýbökuðu brauði og rababarasultu (sem var sú besta sem ég hef smakkað!). Ég mæli hiklaust með þessum rétti! Við skoluðum forréttinum niður ýmist með kokteilum eða víni. Ég var sérstaklega ánægð með úrvalið af óáfengum kokteilum þar sem að ég drekk ekki. Jónína var með mjólkuróþol og það var lítið mál hjá þjónunum að koma til móts við hana með hægelduðum laxi. Í aðalrétt fengum við flestar Humar Taco sem bráðnaði í munni og ég mun klárlega fá mér það aftur! Þær sem voru með skelfiskofnæmi fengu ótrúlega vel úti látið kjúklingasalat sem sveik engan. Mér finnst vert að taka fram hvað skammtarnir voru stórir og maturinn í senn ótrúlega bragðgóður. Eftirrétturinn var æðislegur en þar fengum við Créme Brulée með sorbet og öðru gómsætu meðlæti.

Við vorum í skýjunum með matinn og þjónustuna á Sjávargrillinu og munum að öllum líkindum gera okkur ferð þangað aftur. Ég er að minnsta kosti búin að plana næsta kvöldverð!

Forrétturinn: Djúpsteiktur Brie Ostur

Djúpsteiktur humar sem við fengum fyrir allt borðið
Humar Taco sem bráðnuðu í munni

Kóst stemming fyrir utan
Guðbjörg, María og Katrín
Alexandra
Moscow Mule sviku engan
Trylltur eftirréttur
Frábær hópur

HÉR finnið þið heimasíðuna hjá Sjávargrillinu og HÉR er að finna Facebook síðuna. Takk kærlega fyrir okkur!

AFSLÁTTARKÓÐI HJÁ PIPPU FYRIR LESENDUR PIGMENT

Ég vona að þið hafið tekið þátt í afmælisleiknum okkar á dögunum, en við viljum gleðja ykkur enn frekar með því að gefa ykkur afsláttarkóða frá PIPPU, smörtustu skreytingarverslun landsins! Með kóðanum PIGMENT2ARA fáið þið 20% afslátt af öllum skreytingarvörum hjá versluninni, en síðuna hennar er að finna HÉR og Facebook síðuna HÉR! Kóðinn gildir út föstudaginn 24. nóvember.

Þið finnið mig á Instagram undir @gunny_birna

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is