Færslan er ekki kostuð

Ég setti saman nokkra vel valda lista í fyrra með jólagjafahugmyndum það árið og nú er komið að næstkomandi jólum. Ég ætla að byrja á jólagjafahugmyndum fyrir hana, en í næstu listum verður alls konar þema sem verður mjög skemmtilegt.

Jólagjafahugmyndir fyrir hana

 1. Nýjasti POV kertastjakinn er ekkert eðlilega fallegur og er hægt að fá í mörgum litum. Fæst meðal annars HÉR
 2. Allt skart frá Sif Jakobs er guðdómlegt og þessi hringur er engin undantekning. Fæst HÉR og í Leonard 
 3. Fyrir þá sem vilja vera extra gjafmildir eða hafa mikið á milli handanna þá er Burberry taska eitthvað sem slær að öllum líkindum vel í gegn! Fæst í Gallería Reykjavík
 4. Berjast Parka frá Zo-On Iceland hefur verið minn allra helsti bjargvættur síðustu vikur í frostinu. Ég mæli með henni fyrir einhvern náinn sem ykkur þykir vænt um! Fæst HÉR og í verslunum Zo-On Kringlunni og Bankastræti
 5. Smart teketill er alltaf falleg gjöf fyrir te-unnendur. Þessi frá Hrím vakti strax athygli mína og er til í mörgum litum, en hann rataði einnig á minn óskalista. Fæst HÉR
 6. Fyrir lúxustýpurnar og þær sem vilja húðdekur í pakkann þá er þessi hreinsiolía frá La Mer algjörlegála málið, en hún er silkimjúk með vönduðum innihaldsefnum og hreinsar burt öll óhreinindi af húðinni. Svo er hún líka falleg! Fæst í Lyf&Heilsu Kringlunni og Sigurboganum Laugavegi 
 7. Ef það er eitthvað sem ég er kolfallin fyrir, þá er það Reflections línan í Snúrunni! Ég gæti dást af vörunum í henni endalaust og grunar að ég verði mikill kristals safnari þegar ég verð stór! Fæst HÉR
 8. Ef þú vilt gefa persónulega gjöf þá er um að gera að skella sér í Hagkaup Kringlunni þann 24. nóvember og láta áletra varalit fyrir einhvern sem þér þykir vænt um!
 9. Garðar trefillinn frá Farmer’s Market er alveg dásamlega fallegur og ég hefði sjálf ekkert á móti því að eiga einn slíkan í fataskápnum! Fæst HÉR
 10. Baðsöltin frá Herbivore Botanicals eru æðisleg gjöf fyrir manneskjuna sem á baðkar, saman eða í sitthvoru lagi. Þau ilma dásamlega og innihalda eingöngu náttúruleg ilm- og litarefni, ásamt því að vera lífræn og vegan. Fást HÉR
 11. Þegar ég sá hringinn úr Baron hringinn frá Hendrikku Waage varð ég alveg ástfangin! Hann er með hvítum steini og mér finnst hann henta fullkomlega sem „hringurinn sem maður er alltaf með.“ Fæst HÉR
 12. Þetta armand er einnig frá Hendrikku Waage og ég er alveg kolfallin fyrir því. Það er þrefalt með gráum kristalperlum og algjörlega fullkomið. Fæst HÉR
 13. Múmínbolli er klassísk gjöf, bæði fyrir múmínbollasafnara og þá sem eru nýgræðingar í því. Vetrarbollinn 2017 er eitthvað sem mig langar ógurlega mikið í! Fæst meðal annars HÉR 

 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is