Síðan ég og Sammi byrjuðum að hittast fyrir tæpum tveimur árum síðan (í janúar 2016) þá höfum við reynt að taka okkur tíma frá stífri dagskrá og fara reglulega á „datenight.“ Sem stendur erum við bæði í fullu starfi, með mikið af aukaverkefnum, áhugamálum og tvo hunda á okkar snærum svo að það er auðvelt að gleyma sér í amstri dagsins. Okkur finnst þess vegna gott að setja niður áætlun og fara út að borða saman millifínt á tveggja mánaða fresti og inn á milli eldum við kvöldmat saman og reynum að að fara einstaka sinnum í bíó.

SAKEBARINN

Sakebarinn er sá veitingastaður sem hefur oftast orðið fyrir valinu hjá okkur, enda kunnum við ótrúlega vel við matinn og andrúmsloftið þar. Ég hef verið að fara á Sakebarinn sjálf í mörg ár og kynnti Samma fyrir honum á sínum tíma. Við höfum einmitt oft grínast með að þetta sé „staðurinn okkar“ en við virðumst alltaf leita þangað. Við vorum svo heppin að fá boð í mat fyrir nokkru síðan og nýttum okkur það að sjálfsögðu, eða nánar tiltekið þegar stormurinn mikli geysaði um daginn.

Það var tekið ótrúlega vel á móti okkur eins og alltaf og þjónustan frábær. Við fengum okkur bæði Deluxe blönduna af matseðli sem eru 13 bitar af nokkrum af vinsælustu rúllunum og bitunum sem Sakebarinn hefur upp á að bjóða. Þar á meðal var laxaunnandinn sem var mín uppáhalds, sterkur túnfiskur og margt fleira sem var virkilega gómsætt og góð blanda. Í eftirrétt var svo japanskur ís inni í degi sem er mjög týpískur eftirréttur í japanskri menningu. Á diskinum var gott úrval af sítrónuís, karmelluísk, kókosís og vanilluís.

Kostirnir við Sakebarinn eru svo ótrúlega margir en maður getur alltaf gengið að fersku og góðu sushi þar á viðráðanlegu verði. Svo er útsýnið af staðnum æðislegt en hann er staðsettur á horni Skólvörðustígs og Laugavegs.

 

Ég mæli hiklaust með staðnum okkar; Sakebarnum. Facebook síðuna þeirra finnið þið HÉR en hægt er að hringja og panta borð hjá þeim.

Takk fyrir okkur!

Þið finnið mig á Instagram undir @gunnybirna 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is