11.ágúst 2012

Í ágúst voru fimm ár síðan við Bjarki giftum okkur, fimm ár! Eins væmið og það hljómar þá var þessi dagur einn af mínum uppáhalds. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þeim tilfinningum sem voru í gangi á þessum fallega degi, en hann einkenndist af gleði, hlátri og ást. Að labba inn kirkjugólfið, að labba inn í veisluna sem við vorum búin að plana allt árið og sjá þetta verða að veruleika. Fullan sal af fjölskyldu, vinum og ættingjum sem voru saman komin til að fagna ástinni með okkur, ólýsandi tilfinning.

Þess vegna langar mig frekar að deila með ykkur myndum frá þessum yndislega degi, ég hef skoðað þessar myndir óvenju oft í gegnum þessi fimm ár en þær fá mig alltaf til að brosa.

Undirbúningurinn

Athöfnin

Veislan

Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.