Aðventan er að koma og við kveikjum á einu kerti á þann 2. desember næstkomandi.

Ég fór í leiðangur í gær og bjó mér til aðventukrans ef svo má kalla.

Kertin, númeraspjöldin og snjóbirnina fékk ég í Rúmfatalagernum.
Mörgæsina og bleiku perlunar fékk ég í Pier.
Litlu jólakúlurnar, bleiku og silfur fékk ég í Söstrene Grene.
Marmarann átti ég fyrir en hægt er að panta sér slíkan hjá Granítsteinum.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa