Ég er að tapa mér í að skoða Pinterest, Google, Instagram og fleiri síður til að finna út hvernig Bullet Journal ég vil búa til. Ég er að byrja í skóla núna í ágúst og er að byrja að skipuleggja mig.

Ég er búin að finna nokkra flotta linka sem mig langar til að deila með ykkur.

Pinterest er æði og er hér einn linkur sem gaman er að skoða og endar maður yfirleitt einhverstaðar allt annarstaðar en þar sem maður byrjaði.

Instagram aðgangar til að fylgja

Instagram kemur líka sterkt inn og hér eru til dæmis nokkrar skemmtilegar síður til að fylgjast með. Ég gæti sett inn fullt af flottum Instagram aðgöngum en ákvað að leyfa ykkur bara að finna það sem heillar ykkur.

Góð ráð

Hér koma svo 16 ráð hvernig best er að byrja að halda Bullet Journal. Þetta er klárlega hið fínasta hobbý.

Hér er önnur síða með því hvað þú þarft að eiga til að byrja með Bullet Journal og allskonar linkar inná flottar síður.

Penninn selur Bullet Journals og er linkur hér sem dæmi en þið getið keypt hvaða bók sem er eða prentað út allskonar flottar síður sem eru út um allt á netinu og henta ykkur. Einnig selur Penninn líka fullt af flottum pennum sem gaman er að nota í Bullet Journal.

Hér er linkur inná Youtube þar sem hægt er að skoða allskonar flott vídjó af hvernig Bullet Journal virkar.

Hér er klárlega mitt uppáhalds, ég elska allt sem hún gerir. Ég vildi óska að ég gæti teiknað svona eins og hún.

Því meira sem þið googlið og skoðið því meira gaman verður að byrja.

Góða skemmtun!

Þórunn Eva er þekktust fyrir bókina Glútenfrítt Líf. Hún er gift, tveggja barna móðir og fagurkeri, en hún flytur einnig inn hinar vinsælu Lulu’s snyrtitöskur.