Maður verður alveg endurnærðu eftir svona frí, en við Jenný skelltum okkur í stelpuferð til Tenerife og London núna í byrjun ágúst. Hún fékk ferðina í fermingargjöf frá okkur Bjarka en við Jenný höfðum alltaf talað um að fara tvær saman í stelpuferð og loksins varð sú ferð að veruleika. Við komum heim rétt um miðnætti núna á sunnudaginn eftir 12 daga úti, en við vorum átta daga á Tenerife og enduðum síðan ferðina í London í fjóra daga.

Afslöppun og borgarferð

Ég tók myndavélina mína með, en ég sé það alveg þegar ég kíki í gegnum myndirnar að það var töluvert meiri afslöppun í gangi á Tenerife en í London þar sem það voru ekki margar myndir teknar þar. Ég smelli þeim og myndunum frá London inn við tækifæri en annars eru hér nokkrar myndir frá Instagram. Ég var óvenju dugleg við að setja inn myndir í Insta stories á meðan við vorum á þessu ferðalagi okkar og ætla ég að reyna að vera aðeins duglegri við að halda því gangandi. En ykkur er velkomið að fylgjast með mér á instagram @joninasigrun.

Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.