Ég hef veitt því athygli að ég verð helteknari af hreiðurgerð með hverjum deginum sem líður. Ég VERÐ að hafa allt tilbúið áður en barnið kemur. Ég er búin að þvo föt sem sem eru fyrir 9 mánaða gamalt barn! Ég er búin að strauja rúmfötin líka. Hvorki maðurinn minn (Nathan) né ég mundum hvernig straujárnið leit út lengur. Hvað þá að við ættum strauborð. En barnið skal ekki látið liggja í ópressuðu líni. Já þið megið alveg andvarpa og velta því fyrir ykkur hvernig aumingjans manninum mínum líður. Hann sem betur fer veit hvað honum er hollast að gera og það er að skipta sér ekki af hreiðurgerðinni. Ég er fljót að breytast í „MomZilla“ ef einhver dirfist að andmæla mér á þessu stigi hreiðurgerðar.

Eitt af einkennum hreiðurgerðar er að þykja það eðlilegt að eyða heilli kvöldstund í að rannsaka skiptitöskur. Ég læt nú ekki grípa mig glóðvolga á Laugaveginum með ljóta bleyjutösku. Ég auðvitað verð að eignast bleika skiptitösku. Annað kemur ekki til álita. Ég rakst á þessar fallegu töskur hjá Happbrand.com og varð að deila þessu með ykkur. Heppnin er með okkur því þeir senda til Íslands!

Levy Rose taskan

Levy Rose taskan getur verið notuð eins og bakpoki líka sem kemur sér stundum vel.
Ég auðvitað elska bleikt en það eru líka til svartar töskur og denim töskur á síðunni þeirra.
Það á víst að vera mjög auðvelt að þrífa þessar töskur sem er alls ekki verra þegar maður er sullandi úr pelanum og klínandi kremi í töskuna.

Paige Rose taskan

Ég hugsa að ég myndi frekar velja þessa tösku fram yfir hina. Ég er ekki mikið fyrir að vera með bakpoka svo þessi væri alveg fullkomin fyrir mig.
Svo er hægt að poppa hana upp með smá dúska dúlleríi.
Allt skipulagt og fínt.

Nú þarf ég bara að finna Visakortið hans Nathans!

Anna Ýr

Anna Ýr Gísladóttir er förðunarfræðingur, móðir og stjúpmamma, fagurkeri, heklari og föndrari ásamt mörgu öðru! Þú finnur Önnu á Instagram undir @annayrgisla

Deila
Fyrri greinBLEIKIR INNISKÓR: NEW IN
Næsta greinINSTAMOMENTS