Síðan við Bjarki kynntums höfum verið mjög dugleg við að fara út að gera eitthvað bara við tvö, hvort sem það var að fara út að borða, kíkja í bió eða bara fara í heimsókn til vinafólks. En síðastliðin ár hefur þetta minnkað og við höfum verið að gefa okkur minni tima saman bara við tvö. Við höfum farið til útlanda saman á þessum tíma en það skiptir líka máli hvað maður gerir þess á milli. Hvort sem það er bara að kíkja í ísbíltúr eða fara út að borða, en ekki að bíða í eitt til tvö ár til að geta verið bara tvö saman í lengri tíma.

Að gleyma sér í símanum

En það er í rauninni enginn ástæða fyrir þvi að við höfum ekki verið dugleg við að taka smá tíma fyrir okkur sjálf. Það er alls ekki vegna þess að okkur finnst það leiðinlegt heldur gefum við okkur einfaldlega ekki tíma til þess, en á sama tíma stöndum við okkur að því  að stija í sitthvoru horninu í sófanum í símanum. Svo tíminn er vissulega til staðar en þetta snýst í rauninni um skipulag – að skipuleggja tímann sinn vel. Nákvæmlega þetta og ég trúi ekki að ég sé að skrifa þetta – en nákvæmlega það að rækta og sinna sambandinu, skipuleggja tímann sinn vel og hafa tíma fyrir hvort annað er það sem gerir gott samband enn betra.

Image may contain: 2 people, outdoor and water

Amsterdam

Eins og þegar við fórum til Amsterdam í byrjun sumars þá var það fyrsta barnlausa helgin okkar í heilt ár. Ekki misskilja mig, ég geri mér alveg grein fyrir því að flestir eru með börnin sín alla daga vikunnar, allan ársins hring. En það þurfa allir að fá smá tíma útaf fyrir sig inn á milli. Ég elska börnin mín ekkert minna þó að mig langi í smá pásu inn á milli, það hafa allir gott af smá pásu – bæði foreldrarnir og börnin.

Amsterdam ferðin okkar var því alveg kærkomin, þar náðum við aðeins að rækta sambandið okkar sem par en ekki sem fjölskylda. Fara út að borða og ekki þurfa að hugsa um að finna stað þar sem allir geta fundið eitthvað sér við hæfi, hjóla út um alla Amsterdam án þess að vita hvert við ætlum og sjá hvar við endum. En ef það er eitthvað sem ég hef lært á ferðalögum okkar fjölskyldunnar þá er það að krakkarnir vilja hafa plan, þau vilja vita hvert þau eru að fara og hvað við erum að fara gera hverju sinni. En þegar við Bjarki erum að ferðast ein þá látum við það yfirleitt ráðast þann daginn hver stefnan verður og svo kemur það bara í ljós hvernig rætist úr deginum.

Reglugleg frí bara tvö

Fyrir nokkrum árum gerðum við samning við krakkana um að annað hvert ár þá færum við öll saman í frí, en þess á milli fengjum við Bjarki að fara í frí bara tvö. Og þetta var ákvörðun sem allir voru sáttir með og hefur gengið ótrúlega vel, þetta sumar var þó aðeins öðruvísi og því verður fjölskyldufríið fært fram á næsta ár. En þessi færsla átti nú ekki í upphafi að snúast um mikilvægi þess að rækta sambandið sitt heldur ætlaði ég að segja ykkur frá deit kvöldinu okkar Bjarka, sem er jú partur af því að rækta sambandið en ég segi ykkur betur frá því seinna.


Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.