Í júní útskrifuðumst ég og kærasti minn frá Háskóla Reykjavíkur. Ég var að klára BSc úr sálfræði og hann útskrifaðist með MBA gráðu. Í tilefni þess buðum við okkar nánustu í veislu til þess að fagna áfanganum með okkur!

Veitingarnar

Við settum upp tjald í garðinum og voru veðurguðirnir með okkur þennan dag því sólin lét sjá sig. Mamma mín sá um allan bakstur og bakaði dásamlegar kökur eins og henni er einni lagið. Ég pantaði bruchettur frá Yndisauka og voru ótrúlega góðar! Ég vildi gera bollu og blandaði svakalega góða blöndu sem sló í gegn. Því miður tók ég fáar myndir þennan dag og um kvöldið. En ég læt hér fylgja með þær sem ég tók.

Franska súkkulaðikakan hennar mömmu sló í gegn
Veitingar frá Yndisauka

Bruschetturnar komu í þremur gerðum; nauta carpaccio með valhnetu-vinagrette og ruccola á brucettu, birkireyktur lax með kryddmajonesi, grillaðri papriku og fetaosti og bruchetta með kjúklingasalati. Mjög hentugt í veisluna mína þar sem ég vildi hafa bara pinnamat, en þið getið kíkt á úrvalið hjá Yndisauka HÉR 

Bollan

Bollan góða

Ég vildi hafa myntu í bollunni og hafa hana ferska. Svo ég prófaði mig bara áfram og var mjög ánægð með bolluna. Bollan var blönduð með vodka, Seven Up, Fanta Exotic og hrásykri. Síðan setti ég mikið af hindberjum, ferskjum, jarðaberjum, og mangó útí. Ásamt slatti af myntu sem kallaði fram mojito bragð! Síðan setti ég bolluna ofan í beljuna sem ég keypti í Hrím fyrir einhverjum árum.

Förðunin og kjóllinn

Förðun eftir Helgu Karólínu
Ég og Halldór sátt með daginn

Ég fann mér kjól í Sautján sem er mjög sumarlegur. Ég hef fengið margar spurningar um hann svo ég ákvað hafa það með í færslunni. Mun bókað nota hann aftur til tækifæri!

Við vorum allavega mjög sátt með veisluna og var partý langt fram eftir nóttu. Takk allir fyrir komuna – þið eruð snillingar!

Þangað til næst!

Þið getið fylgst með mér á Instagram @gudbjorglilja og á Snapchat undir nafninu gudbjorgliljag

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.