Þrátt fyrir að engar útilegur séu á döfinni hjá mér í sumar eins og er þá er mig farið að langa virkilega til þess að skreppa í burtu yfir eina eða tvær nætur og gista í tjaldi einhversstaðar úti á landi. Mér finnst útileguferðir ótrúlega róandi en þar kemst maður einhvernveginn í mun betra samband við sjálfan sig og náttúruna.

Ég ákvað að taka til smá lista yfir þær nauðsynjar sem ég myndi vilja taka með mér í útileguna í sumar. Að sjálfsögðu mætti bæta mörgu þarna inn eins og hlýjum innanundirfötum, ullarsokkum og fleiru en þetta er það fyrsta sem kemur upp í hugann hjá mér.

Klæðnaður

Þessi húfa frá ZO-ON er komin á óskalistann hjá mér en hún virkar bæði hlý, þægileg og virkilega töff. Fæst HÉR og í verslunum ZO-ON Kringlunni, Bankastræti og Nýbýlavegi  

Nýjasta yfirhöfnin í fataskápnum er þessi dásamlegi Skyggnir vaxjakki frá ZO-ON sem ég fékk að gjöf á dögunum. Jakkinn er síðari að aftan en að framan og nær niður fyrir mjaðmir sem er mikill kostur að mínu mati. Hann hrindir frá sér bleyti og er vindheldur sem er fullkomið fyrir íslenskt veðurfar. Ég hef farið í mínum út um allt síðan ég fékk hann og útilega væri engin undantekning. Fæst HÉR og í verslunum ZO-ON Kringlunni, Bankastræti og Nýbýlavegi  

Dr. Martens skór eru alltaf klassískir og bæði hægt að nota þá innanbæjar og utan. Þessir hafa verið á óskalistanum lengi og ég rakst nýverið á þá á netinu þar sem þeir eru mun ódýrari en hér heima! Ég gæti vel ímyndað mér að fjárfesta í pari til daglegra nota í haust en svo gæti ég líka tekið þá með og verið töff í útilegunni. Fást HÉR 

Aukahlutir

Ég er týpan sem verður alltaf kalt svo að ég þarf að hafa með mér gott ullarteppi í útilegu, en ég myndi þó ekki tíma að vera með rándýrt hönnunarteppi í svoleiðis aðstæðum. Þetta teppi frá IKEA er hlýtt, úr ull og gegnir sínu hlutverki vel. Fæst HÉR

Vatnsdrykkja er alltaf mikilvæg og ég er í seinni tíð farin að vanda val á vatnsbrúsum meira. Það er einfaldlega betra að drekka úr BPA fríu gleri heldur en plasti þar sem að plastbragðið kemur í gegn. Ég fékk mér þennan frá Eva Solo um daginn og mæli hiklaust með honum. Hann er bæði með drykkjarstút, loki yfir og bandi til að hægt sé ða halda á honum. Fæst HÉR 

Það var eiginlega ekki hægt að gera þennan lista án þess að hafa kaffikönnu inni á honum! Ef ég fæ ekki kaffi í heilan dag er ég einungis á barmi meðvitundar og fæ öll fráhvarfseinkenni sem til eru í bókinni. Í stað þess að hætta einfaldlega að drekka kaffi sætti ég mig við orðinn hlut og tek það með mér hvert sem ég fer! Ég á eina Bialetti kaffikönnu úr versluninni Casa sem hefur reynst mér vel, en ég rakst á þessa sem hægt er að stinga í samband hvar og hvenær sem er – meðal annars á tjaldsvæðum. Hún er nett og það fer lítið fyrir henni. Fæst HÉR 

Ég hef talsvert lengi verið að leita að góðum, flottum en ódýrum bakpoka og sá loksins einn á ASOS sem virðist vera sigurvegari. Það eru nokkur hólf á honum og hann rúmar talsvert mikið – svo er hann líka flottur. Fæst HÉR 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is