Um helgina kíkti ég í smá bíltúr með kærastanum mínum. Við tókum þá skyndiákvörðun að bruna austur að skoða Seljalandsfoss. Ég tók nokkrar myndir og ætla að deila þeim með ykkur!

Fossinn var svo geggjaður í þessu veðri.Regnboginn sem myndaðist þegar nær var komið var svo fallegur!Arnar tók víst einhverjar myndir af mér í laumi og þessi kom mjög vel út!
Tókum nokkrar selfies en þessi var víst skást.Aksturinn var tæplega einn og hálfur tími frá bænum, sem var minna en við bjuggumst við. Það er svo ótrúlega gaman að ferðast um landið okkar og skoða þó það sé ekki nema dagsferð! Það er nauðsynlegt að pósa fyrir framan foss með mörg hundruð manns í kringum sig.

En ég mæli allavega með því að taka einn svona dag og skoða náttúruperlur Íslands ef maður fílar ekki útilegur. Ég mæli samt með því að leggja snemma af stað. Við lögðum af stað hálf þrjú og lentum í svakalegri umferð á leiðinni til baka! En þetta var samt ótrúlega skemmtilegur og öðruvísi dagur hjá okkur.

Ef þið viljið fylgjast meira með mér þá er ég á instagram: alexandraivalu og snapchat: alexandraivalu9.

 

Alexandra Ivalu

Alexandra er 19 ára Mosfellingur og stundar nám við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Hún er hálf íslensk og hálf grænlensk en hefur búið alla sína ævi hérlendis. Áhugamál Alexöndru eru förðun, útivera, ljósmyndun og hundar. Þið getið fundið Alexöndru á Instagram undir @alexandraivalu.