Ég er ferðasjúk og hef farið margt og helst oftar en tvisvar á ári siðustu ár.
Margir spyrja mig hvernig ég fer að þessu og halda að ég sé að moka inn pening en ég er hárgreiðslukona og þær munu held ég seint meir moka inn peningum.

Galdurinn er að spara! Sumt legg ég til hliðar en aðal atriðið er að eyða ekki pening í óþarfa hluti og það er erfiði parturinn fyrir flesta.

Ég versla mér ekki föt. Til dæmis ef það kemur fyrir þá er það einhvað sem mig vantar eða sem ég tek mig tíma í að spyrja hvort mig langi í eða þurfi hlutinn virkilega. Ég kaupi mér ekki dýra hluti heldur. Minningar skipta mig meiru máli en hlutir.

Borgaferð, sólaferð, heimsreisa, skíðaferð, yogaferð eða að sjá aðra menningaheima?

Þú þarft að kunna á netið. Ég hef komist að því að Momondo.co.uk er mun betri en dohop.com, þar eru fleirri flugfélög og því fleiri verðmöguleikar sem koma upp.

Ef þú ert að ferðast langt og þarft að millilenda þá er sniðugt að leita eftir flugi til dæmis frá London til Bali eða Danmörku til Afríku í staðinn fyrir að setja „Ísland – Bali“ eða „Ísland – Afríka.“ Kerfið gerir þetta stundum dýrara ef leitað er beint frá Íslandi og gefur þér færri möguleika.

Agoda.com og Booking.com eru helstu síðurnar sem ég bóka hótel á og hefur agoda reynst mér mjög vel. Ég notaði til dæmis eingöngu agodo þegar ég og kærastinn fórum til Thailands og Bali um síðustu jól. Það er líka alltaf sniðugt að skoða AirBnb.

Kilroy er ferðafyrirtæki sem ég hef ferðast með núna þrisvar sinnum og alltaf verið mjög ánægð. Ég fór til Thailands, Víetnam 2013 – Bali -2015 og Thailands, Kuala Lumpur og Bali 2017. Þú færð auka öryggi og eitthvað kemur upp á þá ertu með hjálp á Íslandi sem reddar málunum. Sumir tala um að þeir rukki mikið en ég hef aldrei lent í því og hef alltaf verið sátt. Þeir taka 10.000 kr auka fyrir að bóka allt fyrir þig en annað verð hefur verið mjög svipað eða jafnvel betra en boðið er upp á án þess að bóka í gegnum þá.

Við megum samt aldreið gleyma heimilinu okkar sem er Ísland. Það er eitt stórkostlega fallegt og friðsælt land sem við ættum að þekkja best. Ég tými aldrei að fara út til dæmis á sumrin þar sem sólin er sem hæst á lofti og klukkan skiptir engu máli. Allir fjallstindarnir, nátturulaugarnar og leyndarmálinn sem við eigum eftir að sjá. Það á taka dagsferð hingað og þangað. Kíkja á bæjarhátiðir og gista í tjaldi, hóteli eða íbúð á nýjum stöðum. Hoppa í sund og spila frisbígólf.
Skulum aldrei gleyma því að það er alltaf best heima. Möguleikarnir eru endalausir hérna.

Lifið er svo dýrmætt og við megum ekki gleyma okkur í því að herma eftir öðrum og þurfa vera með heimilið eins og allir aðrir eða klæðast eins. Við eigum ekki miða okkur við aðra því við erum ekki aðrir.

Það þarf að hoppa á tækifærin og upplifa. Lifið er nefnilega einstakt og við vitum ekki hvenær allt bensín klárast, allar eyjur hverfa og jörðin fer í rugl.

Allt sem ég hef sagt ykkur frá er til í app formi nema Kilroy.

Njótum til fulls.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa