Já litla krúttan mín fékk nýjan jakka í gær og ég komst ekki hjá því að mynda skvísuna mína í honum.

BÍUM BÍUM

Ég kíkti í fallegu búðina Bíum Bíum sem er staðsett í Síðumúla og það er ótrúlega mikið af fallegum barnafötum þar. Þar á meðal þessi töffara jakki sem ég varð að kaupa. Hann var í þremur litum;  grænum, gráum og bleikum. Ég ákvað að kaupa grænan þar sem það er einn af uppáhaldslitum hennar Önnu Maríu minnar :)

Jakki: Bíum Bíum

Skór: Skechers

Henni fannst hún vera svakaleg skvísa í þessu outfitti og er að elska þennan jakka. Hún á eftir að nota hann mjög mikið í sumar en hann er léttur, þægilegur og mjög flottur!

Ég mæli með að kíkja í fallegu Bíum Bíum búðina!

Þessi færsla er ekki kostuð.

Góða helgi!

 

Berglind Veigarsdóttir

Berglind Veigarsdóttir og er 32 ára, gift og á 2 yndislegar dætur. Hún er sjúkraliði og vinnur á Bráðamóttöku Landspítalans og er einnig dresser í þjóðleikhúsinu en ákvað nýverið að breyta til og gerast flugfreyja hjá Icelandair. Hún hefur mikinn áhuga á tísku, heimilum, ferðalögum, snyrtivörum, menningu og fleiru. Hún mun skrifa um allt sem vekur áhuga hennar hverja stundina en þá helst tísku, ferðalög og heimilið.