Já, við þurfum alltaf einhvern tíman að peppa okkur. Það kemur fyrir alla að eiga „þessa“ daga sem maður er bara ekki í stuði.  Til dæmis að koma sér í gírinn fyrir vikuna þegar það er mánudagur, koma sér í ræktina þegar maður nennir því ekki, gera sig til fyrir djammið eða bara hvað sem er. Mig langar að deila með ykkur mínu pepplagi. Án djóks þá þá er þetta snilldarlag, kemst svo sannarlega í gang! Já, þetta er lag eftir snillinginn Friðrik Dór. Hann hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi!

Titillinn á laginu segir allt sem segja þarf. Ég mæli með að þið blastið þessu lagi allavega einusinni á dag og takið nokkur dansspor með!

Njótið og þið eruð alveg með’etta!!

***

Berglind

Berglind Veigarsdóttir

Berglind Veigarsdóttir og er 32 ára, gift og á 2 yndislegar dætur. Hún er sjúkraliði og vinnur á Bráðamóttöku Landspítalans og er einnig dresser í þjóðleikhúsinu en ákvað nýverið að breyta til og gerast flugfreyja hjá Icelandair. Hún hefur mikinn áhuga á tísku, heimilum, ferðalögum, snyrtivörum, menningu og fleiru. Hún mun skrifa um allt sem vekur áhuga hennar hverja stundina en þá helst tísku, ferðalög og heimilið.