Ég elska Instagram! Ég fékk mér Instagram þegar appið var gefið út um leið og ég eignaðist fyrsta iPhone símann minn. Ég hef mikinn áhuga að fylgjast með fólki og hef því safnað að mér fólki til að fylgjast með út um allan heim. Ég vil helst hafa fjölbreyttan hóp til að fylgjast með sem sýnir frá lífi sínu á Instagram, hvort sem það er í formi glansmyndar eða raunveruleikans.

Hér kynni ég nýjan lið sem ber nafnið Instagram vikunnar og kynni ykkur fyrir uppáhalds fólkinu mínu á Instagram sem ég fylgist með.

Ætla að byrja þennan lið með að kynna ykkur fyrir Annika Von Holdt,  rithöfundur, bloggari, módel, ljósmyndari og glæsileg í alla staði. Það sem einkennir hana er fallega gráa hárið hennar. Annika er frá Danmörku en lifir að hluta til við Karabíska hafið. Svo ef þið hafið gaman af því að sjá fallegar strandar myndir, innlit á fallegt heimili ásamt því að sjá skemmtilegar myndir af hundum og köttum að þá eigið þið eftir að elska Instagram aðganginn hennar.

Heimilið hennar er eitt það fallegasta og eflaust margir lesendur okkar og aðrir sem hafa rekist á myndir af þessum fallega bleika sófa á netinu. Það má segja að heimilið hennar popp ósjaldan upp á myndum á Pinterest.  Enda engin furða því heimilið hennar er stórkostlegt!

Allar myndir teknar á Instagram aðgangi Annika

Mæli með að kíkja á aðganginn hennar og sjá fleiri fallegar myndir. Hún er með svo fallegt grátt hár, getið lesið hér játningu hennar að hafa grátt hár. Mjög áhugavert! Því það getur verið erfitt fyrir suma að taka þá ákvörðun að hætta að lita yfir gráa hárið sitt.

Þið getið fylgst með mér á Instagram @gudbjorglilja og á Snapchat undir nafninu gudbjorgliljag

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.