Ég er gjörsamlega heilluð af einu bloggi sem besta vinkona mín benti mér á rétt í þessu.

Undanfarna mánuði og ár hafa Snapchat aðgangar og bloggfærslur- og síður gerst mjög persónulegt og fólk opnar sig um allskyns erfiðleika, sjúkdóma og daglegt líf. Mér finnst það aðdáunarvert og sérstaklega í þeim tilfellum þar sem fólk er ekki að staldra of mikið við erfiðleikana heldur er jákvætt, þakklátt fyrir lífið og veitir öðrum innblástur. Hver og einn tekst á við hlutina á mismunandi hátt og hlutirnir hafa allir mismunandi áhrif á okkur, en hversu miklir sem erfiðleikarnir eru þá er það nefnilega þannig að einhver annar er líklega að glíma við eitthvað sem við myndum ekki óska okkar versta óvini.

Því fannst mér það eins og „breath of fresh air“ að sjá bloggið hennar Katrínar Bjarkar. Að öllum öðrum ólöstuðum þá hef ég sjaldan vitað af eins ábyggilega erfiðri lífsreynslu og þessi unga stúlka hefur þurft að upplifa en nýverið fékk hún heilablæðingu og blóðtappa sem leiddu af sér allsherjar lömun og annað sem maður gæti ekki ímyndað sér. Annað eins æðruleysi hef ég mjög sjaldan séð og það að geta tekið erfiðleikana sína (að ég tali ekki um ÞESSA erfiðleika) og snúið þeim upp í jákvæðni og innblástur fyrir aðra er einkenni sigurvegara.

Mynd: katrinbjorkgudjons.com

Þess fyrir utan eru myndirnar sem hún tekur ótrúlega fallegar og færslunar yfir höfuð mjög góður og fróðlegur lestur. Það er eiginlega ótrúlegt en þegar ég les þetta hætti ég að vorkenna sjálfir mér yfir smáhlutum.

Ég mæli með því að þið lesið bloggið hennar Katrínar, en þið finnið það með því að smella HÉR. Vonandi fáið þið jafn mikinn innblástur og ég. Þið getið svo séð Facebook síðuna hennar HÉR.

 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is