Ég heiti Berglind Veigarsdóttir og var að bætast hér í þennan flotta hóp bloggara á Pigment.is. Ég er 32 ára, á tvær dætur og er gift honum Jón Bjarna mínum. Ég er sjúkraliði að mennt og er að vinna á Slysa-og bráðadeild Landspítalans í Fossvogi. Einnig er ég að vinna sem dresser í Þjóðleikhúsinu. En núna í sumar ætla ég að breyta aðeins til en ég mun starfa sem flugfreyja hjá Icelandair í sumar.

Ég hef bloggað aðeins áður en er mjög spennt að byrja aftur og hér á þessari síðu. Ég mun blogga um það sem hugurinn leitar í hverju sinni; tísku, heimilið, lífið, snyrtivörur og margt fleira.

Hlakka til að vera með ykkur!

Berglind Veigars

Instagram: beggaveigars

 

Berglind Veigarsdóttir

Berglind Veigarsdóttir og er 32 ára, gift og á 2 yndislegar dætur. Hún er sjúkraliði og vinnur á Bráðamóttöku Landspítalans og er einnig dresser í þjóðleikhúsinu en ákvað nýverið að breyta til og gerast flugfreyja hjá Icelandair. Hún hefur mikinn áhuga á tísku, heimilum, ferðalögum, snyrtivörum, menningu og fleiru. Hún mun skrifa um allt sem vekur áhuga hennar hverja stundina en þá helst tísku, ferðalög og heimilið.