Færslan er ekki kostuð 

Jiminn einasti hvað það er gaman að eiga afmæli! Ég er ekki ein af þeim sem harma það að eldast heldur finnst mér það bara gaman og gleðst yfir því að fá að bæta við árum og njóta lífsins. Mig langar heldur ekki að verða tvítug aftur, ég þekki sjálfa mig orðið mun betur en þá, er þroskaðri, sáttari í eigin skinni og með betri smekk á karlmönnum (sorrý ekki sorrý).

Já gott fólk, það eru sannkölluð forréttindi að eiga afmæli. Það eru ennþá meiri forréttindi að fá að eyða afmælinu með þeim sem standa manni nærst ásamt góðum drykkjum og veitingum. Það var ákveðið að gera þetta bara almennilega og halda í raun tvær veislur; eitt kaffiboð um daginn fyrir fjölskyldu og partý fyrir innsta vinahringinn um kvöldið. Sammi, fjölskylda og aukafjölskylda (besta vinkonan, maðurinn hennar og foreldrar) voru mín stoð og stytta í undirbúningnum og þau ásamt gestum hjálpuðu mér að gera daginn ógleymanlegan.

Mig langaði að segja ykkur frá veitingum og skreytingum sem við bárum fram. Við settum auðvitað fram snakkskálar og ídýfu, en þar að auki var til staðar glæsilegt ostaborð ásamt beikonvöfðum döðlum og guðdómlegum makkarónum sem ég pantaði frá Franskar Makkarónur, en Linda Ben er algjör meistari í að baka þær. Ég valdi þrjár bragðtegundir af makkarónum, en þær voru lakkrís, saltkarmellu og hindberja í litunum gráum, hvítum og bleikum sem tónuðu ótrúlega vel við litaþemað hjá mér. Lakkrísbragðið var í algjöru uppáhaldi hjá undirritaðri, enda lakkrísfíkill með meiru! Veislugestir voru dollfallnir yfir þessu góðgæti og höfðu margir orð á að þeir myndu panta hjá henni Lindu fyrir næstu veislu – nú eða bara gott laugardagskvöld. Ég mæli með því að kíkja á Instagram hjá Lindu HÉR.

Þar að auki fékk ég stórglæsilega skál í afmælisgjöf frá vinkonu minni og yfirmanni, en hana fyllti ég af niðurskornum jarðaberjum, ananas og melónu ásamt sætri mascarpone  ídýfu sem ég keypti frá Happ. Ég mæli eindregið með þessari ídýfu fyrir alla ávaxtabakka, mig dreymir hana á nóttunni! Svo er reyndar líka hægt að fá tilbúna ávaxtabakka frá Happ sem er mjög sniðugt. Ostarnir samanstóðu af gómsætum Brie ostum (sumir með bragði, aðrir ekki), Primadonna, Höfðingja og fleiru sem besta vinkona mín og mamma hennar völdu saman. Þeir fengu að njóta sín sem allra best á náttúrusteinsplöttum frá Twins.is. Drykkirnir voru í einfaldari kantinum og við ákváðum að vera með góða bollu sem pabbi hjálpaði mér með, bjór og hvítvín.

Sátt með þrítugsafmælið

Makkarónurnar og standurinn eru frá Franskar Makkarónur/ Sjá einnig Instagram hjá Lindu Ben og Facebook hjá Franskar Makkarónur

Dúkurinn og helíumblöðrurnar eru úr Partýbúðinni 

Náttúrusteinsbakkarnir fást hjá Twins.is

Ídýfan fæst hjá Happ

Servíetturnar fást hjá IKEA

Kögrið, stóru stafablöðrurnar og stjörnu confetti-ið er frá Pippa.is

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is