Færslan er unnin í samstarfi við Játs 

Ég er búin að vera ótrúlega spennt fyrir því að segja ykkur frá einni af nýjustu eignunum mínum, sem var þessi gullfallega mynd frá Ástu Þóris sem rekur fyrirtækið Játs. Ásta sérhæfir sig í jákvæðri og uppbyggilegri grafík, en með hjálp forma og jákvæðra orða útbýr hún gullfalleg verk sem geta prýtt heimilið á margan hátt.

Í maí árið 2015 ferðaðist Ásta til Bali á svokallað „retreat“ sem að nefnist Empower Women og fluttist í kjölfarið þangað með fjölskyldu sína í stað þess að vera á Íslandi yfir dimman vetur. Hún fann þar ótrúlegan lífskraft og jákvæðni og hefur síðan lært að elska sjálfa sig og vildi byrja á því að deila jákvæðninni í allar áttir, sem er ástæðan fyrir því að hún stofnaði fyrirtækið.

Það er hægt að velja um ótrúlega margar, fallegar myndir hjá Játs og nýverið fór hún einnig að framleiða dagatöl og skemmtilegar teiknaðar myndir. Í orðagrafíkinni er ýmist hægt að fá stjörnumerkin, sem eru með stöðluðum orðum sem lýsa hverju stjörnumerki fyrir sig. Einnig er hægt að velja form á orðunum (til dæmis í hjarta eða hring) og handvelja 21 orð sem lýsa manneskjunni sem þú ert að fara að gefa gjöf – eða bara sjálfri þér. Mér finnst þetta til dæmis fullkomin afmælisgjöf, hvort sem maður vill stjörnumerki eða orðin.

Þegar búið er að velja mynd við hæfi, þá er hægt að prenta hana bæði á pappír, álplötu og púða. Ég valdi fiskamyndina með orðunum sem lýsa fiskinum (enda er ég fiskur) og lét prenta hana á álplötu sem mér fannst koma ótrúlega vel út. Sem stendur hangir hún fyrir ofan kommóðuna inni í herbergi og ég gæti ekki verið ánægðari.

Ég mæli eindregið með því að kíkja á Facebook síðuna hjá Játs og panta fallega grafík, annaðhvort fyrir ykkur sjálf eða sem gjöf handa einhverjum vel völdum. 

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir nafninu Pigment.is 

 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is