Ég hef verið að kafa siðan 2013 en ég lærði köfun í Koh Tao í Tælandi.
Um ári seinna fór ég á þurrbúninga námskeið hjá honum Sigurði Haraldssyni svo ég gæti nú kafað meira á Íslandi.

Phi Phi Island 2017

Ég var mjög lengi að læra að synda. Þegar ég var yngri var með kúta lengur en aðrir krakkar og hef aldrei hoppað úti djúpulaugina fyrir próf eða á ævi minni. Ég var mjög vatnshrædd og hefur alltaf fundist mjög óþægilegt að finna ekki fyrir botninum og jafnvel ekki sjá niður eins og þegar maður fer á hjólabát á Spáni. Það að vera svona vatnshrædd gerði mig líka þá sjóhrædda en ég hef heldur aldrei þorað eða viljað hoppað af báti eða fara langt útí án þess að vita nákvæmlega hvað ég er að gera eða sjá hvað er í kringum mig.

Ég skil eiginlega ekki alveg afhverju ég fór í það að kafa en ég er rosalega mikil dýramanneskja og elska öll dýr. Það að sjá skjaldbökur, höfrunga og fallega fiska gerði mig forvitna og mig langaði að prófa og sjá hvert þetta leiddi mig.

Gili T 2015.

Ég tók prófið í Koh Tao á Tælandi sem heppnaðist. Ég sá svo mikið líf og mikla fegurð að ég vildi meira og varð forvitin um Ísland. Ég hef kafað í Þingvallarvatni, Kleifarvatni, Bjarnagjá og marg oft í sjónum.

Lifið og nátturan hér á Íslandi er allt önnur en hún er úti. Hér sérðu þaraskóg og mikið af hólum, hæðum og sprungum. Þú sérð mikið af krossfiskum,kröbbum, ígulkerjum, silungum, kræklingum og hörpuskeljum svo einhvað sé nefnt. Eins og að vera í neðarsjáar skógi stundum.

Nú er ég stödd í Asíu þar sem ég og kærastinn fórum saman í reisu. Við tókum níu kafanir á Phi Phi Island sem er á Tælandi og svo fórum við á eyju fyrir utan Bali sem heitir Gili Trawangan og tókum við þrjár kafanir þar. Þarna erum við búin að sjá risavaxnar skjaldbökur, lion fiska, „Nemó“ fiska, kolkrabba sem skipta um lit og tvær tegundir af hákörlum (White tip og Black tip) og litrika kórala.

Þú ættir að prófa að kafa þetta er allt annar heimur og ef ég ætti að lýsa þessu þá væri það yoga undir vatni og þá sérstaklega úti. Það er aðeins meiri undirbúningur og fyrirhöfn þegar það er komið að þurrbúninginum en svo mikið þess virði.

Ég prófaði og varð ástfangin þó ég sé stundum vatns- og sjóhrædd í dag.

Ekki láta neitt stoppa þig, það er svo mikill fjarsjóður til í heiminum sem þú ættir að skoða.

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir nafninu Pigment.is 

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa