Þegar ég gekk með stelpuna mína var ég strax staðráðin í að fara með hana í nýburamyndatöku hjá ljósmyndara. Nýburamyndatökur fara fram á fyrstu tveim vikum barnsins. Ég hafði skoðað mjög mikið á netinu á síðum eins og Pinterst og var komin með nokkuð skýra hugmynd um hvað ég vildi. Eftir að hafa skoðað úrvalið af ljósmyndurum sem taka að sér nýburamyndatökur valdi ég Rán Bjargar þar sem hún er þvílíkur fagmaður og allt sem ég hafði séð eftir hana var alveg 100%.

Mér finnst skipta mig miklu máli að eiga fallegar myndir af dóttir minni frá fyrstu dögunum, þetta er svo dýrmætur tími sem kemur aldrei aftur og fannst mér því nauðsynlegt að velja fagmann.

Ég var sennilega ekki komin lengra á leið en svona 14-15 vikur þegar ég bókaði myndatökuna en ég vildi vera alveg örugg að fá tíma. Ég ákvað að kaupa pakka hjá Rán sem innihélt bæði meðgöngumyndatöku og nýburamyndatöku. Ég verð að viðurkenna að ég var fyrst smá efins að fara í myndatöku til að láta mynda bumbuna mína en svo hugsaði ég hvað þetta væri dýrmætur tími og gaman að eiga aðeins flottari myndir af sér en þær sem ég tók heima í kámugum spegli. Ég ákvað að fara í bumbumyndatöku þegar ég var komin um 32 vikur því þá væri kúlan ekkert farin að síga og ég ekki orðin neitt bjúguð.

Við fórum svo með Önnu Lovísu í myndatöku þegar hún var sjö daga gömul. Myndatakan gekk mjög vel fyrir sig. Rán gaf sér góðan tíma í myndatökuna og vissi svo nákvæmlega hvað hún var að gera. Mér fannst líka mjög gaman að hún var með mikið úrval af „props“ og fylgihlutum. Rán Bjargar fær mín bestu meðmæli og ég mun klárlega fara til hennar aftur í myndatöku.

Þið finnið heimasíðu Ránar hér

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir nafninu Pigment.is 

María Stefáns

María Stefáns er 25 ára móðir og unnusta, með mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og hollum lífsstíl. Starfandi naglafræðingur á Hár & Dekur og hefur lokið BS gráðu í sálfræði við HR.
Fylgstu með Pigment.is á Snapchat!