Jólin finnst mér mjög skemmtilegur tími sem einkennist af fallegum hugsunum, ró og kertaljósum hjá mér.

Ég skreytti íbúðina okkar um daginn og það gerir svo mikið að fá þessa fallegu birtu af kertum og seríum. Mig langar að sýna ykkur hvað ég gerði.

15233566_10157956938430372_1385658273_o

Ef við byrjum við dyrnar þá skellti ég upp þessum fallega krans sem ég fékk úr Pier á Smáratogri. Vinkona mín sem býr fyrir neðan mig keypti sinn þar og ég varð að herma. Hann er virkilega fallegur.

15225333_10157956935705372_2145242_o

Á skóskápnum er ég með kerti sem ganga fyrir batteríum og loga í 8 tíma en ég fékk þau í Bauhaus. Ég féll fyrir þessum hreindýrum í Hagkaup í Skeifunni og fannst mér þau passa fullkomnlega þarna á skóskápnum.

15225155_10157956949285372_1850789118_o

Ég er hrifnust af seríum og látlausu skrauti en fann þessa dúllu í jólakassanum sem var upp á háalofti og leyfi ég honum að sitja á stofuhilluni þessi jól.

15224810_10157956956860372_1879532978_o

Ég keypti sériurnar í IKEA í fyrra og lét sériuna liggja bara á glugga sillunni en núna fór ég í Rúmfatalagerinn og keypti mér sogskálar sem halda séríunni uppi og ramma inn gluggan.

15216171_10157956948055372_228622521_o

R2-D2 er með okkur líka þessi jól, venjulega er hann í sjónvarpsherberginu en það fer betur um hann þarna. Mér finnst fallegt að setja jólakúlur hér og þar um íbúðina, gerir þetta jólalegra og skemmtilegra án þess að vera of mikið að mínu mati.

15233583_10157956967320372_316581802_o

Meira af kertum þegar það dimmir úti. Ég fann þetta kerti í Blómavali, fallegt ljós með ennþá fallegri skilaboðum.

15233838_10157956967135372_338941961_o

Ennþá fleiri kerti! Þetta er snilld. Þar sem ég bý í tré húsi og er frekar hrædd við að kveikja á stórum kertum þá er þetta að bjarga deiginum. Fór í Rúmfatarlagerinn og keypti mér kerti sem gengur fyrir 2 AA batteríum en loginn hreyfist sem gerir þetta mjög raunverulegt. Ég keypti líka þennan glerhjúp í sömu verslun. Fer vel saman með Kevin Murphy herbergis spreyinu mínu góða.

15231625_10157956989800372_734703321_oSjónvarpsherbergið: Ég skellti bara seríu yfir eina hilluna sem er fyrir ofan sjónvarpið en þessi séria fékk ég minnir mig í IKEA og gengur fyrir batteríum.

15231591_10157956987285372_1029096088_o

Könglar eru fallegir sem skraut hér og þar um íbúðina. Ég fékk þessa í fyrra í IKEA.

15184076_10157956991690372_983998903_o

15204251_10157956947575372_163693657_o

Svo er það baðherbergið. Ég setti seríu sem gengur fyrir batteríum í krukku og læt það loga, bara kosý. Mjög sniðug leið til þess að fá mjúka birtu hér og þar um íbúðina einnig hef ég farið með eins krukku á leiðið hjá þeim sem ég elska, það lifir styttra og þarft jafnvel að fara til þess að skipta um batterí af og til en fallegt er það.

15231720_10157956963860372_983101580_o

Síðast en ekki síst þá er það aðventu skreytingin. Í þetta sinn eru það ekta kerti en ég mun fylgjast vel með þeim með te bolla á aðventunni. Eins og þið sjáið þá er ég rosalega hrifin af hreindýrum og dádýrum en mér finnst þau ótrulega falleg.

Það er svo skemmtilegt að sjá hvað fólk er að gera á sínum heimilum, ég mæli með að skoða „Skreytum hús“ sem er grúppa á facebook og svo er Pinterest alltaf með allt á hreinu.

katrín sif

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir Pigment.is 

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa