Fyrir hönd okkar allra hjá Pigment.is vil ég óska öllum lesendum okkar og fylgjenda gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Árið 2016 er búið að vera sannkölluð rússíbanaferð og við hlökkum mikið til 2017 með ykkur öllum.

abstract-christmas-background-with-baubles_1048-648

Við erum djúpt snortnar yfir þátttökunni í dagatalinu okkar og viljum einnig þakka innilega fyrir en í því tóku þátt hátt í fjögur þúsund einstaklingar alls í báðum helmingum. Jafnframt erum við meirar yfir þeim stóra lesendahópi sem hefur skapast hjá okkur yfir aðeins rúmt ár og gætum ekki verið þakklátari.

Við látum hér fylgja með mynd frá góðri stund í desember á Sakebarnum. Á myndina vantar þó Katrínu Sif og gestapennann okkar, hana Þórunni Evu.

15442209_10154838997783415_3215579454622831314_n

Megi 2017 verða ykkur gæfuríkt á allan hátt. Þið eruð frábær!

13330991_1132638830091896_4013156239486656370_n

Endlega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir nafninu Pigment.is 

 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is