Ég var á ferðalagi um daginn á Kastrup flugvellinum í Kaupmannahöfn. Á meðan ég beið eftir fluginu mínu þá rakst ég á ARKET Verslunina sem er skemmtileg og fallega verslun sem er einnig mjög huggulegt kaffihús.

Mynd: ARKET.com – Hamborg

Um ARKET

ARKET er er sænskt vörumerki í eigu H&M Group og er því systurfélag H&M, Monki, Cheap monday og fleiri fyrirtækja. ARKET framleiðir vörur fyrir konur, menn, börn og heimilið í fallegum nútímalegum stíl með það hlutverk að endast vel. Sjálfbærni (e. Sustainability) er mikilvægur þáttur í okkar nútíma umhverfi er það hluti á vöruframleiðslu ARKET hvað varðar val á efnum eða framleiðenda.

Mynd: CG.com – https://www.gq.com/gallery/hm-new-brand-arket-fashion

Fyrsta Arket verlunin opnaði í London ásamt vefverslun í ágúst 2017. Seinna opnaði verslun í Kaupmannahöfn, Brussel og Munich. Núna er hægt að finna verslun í Engandi, Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi, Belgíu og Hollandi. Hér er hægt að finna hvar næsta verslun er staðsett og mæli með að kíkja til þeirra.

The ARKET concept

A modern-day market lýsir ARKET ótrúlega vel. Nútímalegt mynstur er sjáanlegt í þeirra hugmyndafræði. Fólk á vinnumarkaðinum í dag er á hlaupum hingað og þangað og sé ég conceptið sem ,,slá tvær flugur í einu höggi“, þ.e. að versla og njóta á sama tíma. Við lifum lífinu ótrúlega hratt og gleymum við stundum að hugsa um okkur sjálf. Einnig verðum við að hugsa um plánetuna okkar og versla fatnað sem kannski dugar lengur því framleiðsla á fatnaði getur verið skaðlegt fyrir náttúruna.

ARKET einblínir á langlífi vörunnar og vilja þeir bjóða viðskiptavinum sínum uppá að versla fatnað og stað til þess að sitja og njóta. Langlífi og umhverfisvæn framleiðsla er hluti að conceptinu hjá vörumerkinu ARKET og eru viðskiptavinir margir sem eltast við þá hugmyndafræði. Ég sjálf upplifi sjálfan mig eltast við umhverfisvænni vörur og þjónustu.

Mynd: Ása Bergmann – ARKET á Kastrup flugvellinum í Kaupmannahöfn. 

Þegar ég rak augun á ARKET þá var ég að leita mér að stað til að setjast niður, lesa tímarit og drekka góðan kaffibolla meðan ég beið eftir fluginu mínu. Það var fyrsta sem ég sá, næsta var að þarna var líka fataverslun og fannst það soldið sniðugt að hafa það undir sama hattinum, gera tvennt í einu. Á meðan ég sat þá horfði ég í kringum mig og virti fyrir mér hver þessi verslun væri.

Fatnaðurinn er í mjög látlausum (skandinavískum) stíl og lítið unnið með sniðið nema það er einfalt, þannig myndi segja að hönnunin væri mjög unisex. Litirnir eru mjög jarðbundnir en inn á milli kemur eitthvað spennandi. Með þessari hugmynd getur verið að varan verði meira langlífari og frekar timeless.

Mynd: ARKET.com
Mynd: ARKET.com

Ég heillaðist að stílnum í versluninni ásamt hugmyndafræðinni. Ég sem verlunarhönnuður pæli ótrúlega mikið í uppsetningu, efnavali og hvað er verið að selja í versluninni. 

Verslunarhönnunin er einföld og svolítið ,,industrial“.  Blanda af járni, tré, stein og pappa myndar jafnvægi af náttúruelgum efnum í bland við köld og hrá efni.  Verslunin er vel lýst og hjálpar það til að birta upp og opna rýmið.

THE ARKET CAFÉ

Í hverri ARKET verslun er einni kaffihús og er það ,,Conceptið“ fyrir ARKET. Fyrirtækið leggur sig fram að bjóða holla, hreina og ferska fæðu því heilbrigt líferni er mikilvægt.

Kaffihúsið á Kastrup flugvellinum var virkilega huggulegt með mikið framboð af hollum réttum. Ég fékk mér bara kaffi og smáköku þar sem ég var nýbúin að borða og langaði mikið til að setjast þarna niður og skoða rýmið í kringum mig ásamt því að upplifa stemninguna. 

Mynd: ARKET.com

Finnið mig á Instagram undir @asabergmann_.

Ása Bergmann

Ása Bergmann er 30 ára Verslunarhönnuður (Retail Designer) sem býr í Herning í Danmörku. Hún er í sambúð með Dananum/Færeyingnum Nicklas, syni hans Emil og hundinum Flóka. Helstu áhugamál hennar tengjast hönnun og eru það aðallega Verslunar-, Innanhús- & Grafísk Hönnun. Að auki hefur hún áhuga á ferðalögum, tísku, útiveru og bakstri.

Instagram @asabergmanndesign & @asabergmann_
www.asabergmanndesign.com