Ég kíki reglulega á Retail Design Blog til að fá innblástur og hugmyndir hvað varðar verslunarhönnun af verslunum útum allan heim. Einnig er ég reglulegur gestur á Pinterest einsog margir aðrir, getið fylgt mér hér. Pinterest er góður vettfangur til að fá innblástur á milli himins og jarðar.

Í þessari fræslu langar mig að sýna ykkur 3 verslanir sem heilla mig og ætla fara í gegnum litaval, uppsetningar og fleira.

Aesop

Aesop er Áströlsk verslunarkeðja sem hefur verið starfandi síðan 1987. Aesop vinnur að heilbrigðum vörum fyrir húð, hár, líkama & heimili og byggist hugmyndafræði fyrirtækisins að sjálfbærri hönnun og framleiðslu.

Verslunarhönnun fyrirtækisins er virkilega sjarmerandi og vekur athygli hvað varðar litaval og uppsetningu. Þar sem fyrirtækið er að framleiða vörur tengd náttúrunni er mikilvægt að þeir sýni það viðskiptavinum í gegnum verslunarhönnunina og ná þeir því mjög vel.

Mynd: Retail Design Blog

Þessi verslun er staðsett í Nuremberg í Þýskalandi. Hönnunin á þessari verslun er mjög mjúk og hlý, andrúmsloftið er mjög opið og rólegt hvað varðar liti og efni. Einfaldleiki er eitt af áherslum í hönnunni og nær varan að njóta sín vel.

Mynd: Retail Design Blog

Innréttingarnar bera fallegan brúnan lit sem tóna ótrúlega vel við dökka viðinn. Það er ótrúlega mikið jafnvægi milli lita og efna og koma vörurnar vel út og raðaðar mjög skipurlega. Vöru hönnunin minnir ótrúlega mikið á lyfjaglös og gefur það mögulega þann innblástur að varan hafi lækningamátt sem ég get ekki staðfest með minni reynslu á vörunni.

Mynd: Retail Design Blog

Feel

Ég þekki ekki vörmerkið en fannst hönnunin eitthvað svo aðlaðandi þegar ég sá það fyrst. Fyrst hélt ég að það væri  ,,venjulegur bar“ en svo var raunin ekki, heldur er það ilmvatns bar sem er eitthvað sem ég er ekki vön að sjá og mjög áhugavert.

Mynd: Retail Design Blog

Mjög skemmtilegt hugmynd á bakvið vörumerkið. Þeir bjóða upp á 24 ilmi sem hægt er að kaupa í tveimur stærðum, 50 ml og 100 ml. Bakvið hugsunina eru þeir einnig að hugsa um endurnotkun og umhverfið. Þeir bjóða viðskiptavinum sínum upp á áfyllingar þegar þeir hafa klárað úr glasinu og eru því að endurnýta glasið í stað þess að henda í hvert skipti.

Mynd: Retail Design Blog

Hönnun er mjög minimal & einföld. Samsetningin er fullkomin með notkun á svörtum, hvítum og gleri. Athyglin dregst ekki að litunum helur vörunum og uppsetningunni. Vörurnar eru uppstillt fallega og einfaldlega með notkun á plöntum.

Mynd: Retail Design Blog
Mynd: Retail Design Blog
Mynd: Retail Design Blog
Mynd: Retail Design Blog

I.Ma.Gi.N.

I.Ma.Gi.N Jewels er Belgískt skartgripa vörumerki sem er frá Antwerp. Vörumerkið hannar og framleiði gæða vörur með þá hugmynd að hönnun sé tímalaus og fáguð. Skartgripir er miklu meira en hlutur, endurspeglar það persónuleika. Þetta er falleg hugsun og er ég sammála. Ég ber aðeins þá skartgripi sem mér finnst passa við mig og gera það eflaust flestir.

Mynd: I.Ma.Gi.n jewels

Verslunin í Antwerp er mjög falleg og er full ljóma. Uppsetningin er góð með hæfilegu magni af litum; græni liturinn er hlýr og gefur innblástur frá náttúrunni. Þeir notast mikið við grafík í versluninni og eru að koma upplýsingum til viðskiptavina í gegnum texta og grafík. Hillurnar hefur óreglulegt lag og myndar það stöðuleika á sama tíma.

Mynd: Retail Design Blog

Gyllti liturinn fer vel inn á milli hvítra veggja, hvítra/svartra húsgagna og græna litsins. Hillan er ætluð fyrir að koma ákveðnum skilaboðum til viðskipavina um ákveðna vöru í gegnum grafík einsog ég nefndi hér að ofan. Borðið er hæfilega stórt með hæfilega mikið magn af vörum. Það kemur fyrir í skartgripaverslunum að of mikið magn og smáaum hlutum geta viðskiptavinir misst áhugann.

Mynd: Retail Design Blog

 

Fyrir áhugasama þá held ég úti Instagram tenga hönnun – finnið mig undir @asabergmanndesign. Einnig er hægt að skoða fleiri verkefni eftir
mig á heimasíðunni minni asabergmanndesign.com

Ása Bergmann

Ása Bergmann er 30 ára Verslunarhönnuður (Retail Designer) sem býr í Herning í Danmörku. Hún er í sambúð með Dananum/Færeyingnum Nicklas, syni hans Emil og hundinum Flóka. Helstu áhugamál hennar tengjast hönnun og eru það aðallega Verslunar-, Innanhús- & Grafísk Hönnun. Að auki hefur hún áhuga á ferðalögum, tísku, útiveru og bakstri.

Instagram @asabergmanndesign & @asabergmann_
www.asabergmanndesign.com