Verkefnið var ekki unnið í samstarfi við fyrirtækið KEVIN.MURPHY

Framhlið hárgreiðslustofunnar

Hef minnst við ykkur áður að ég kláraði námið mitt seinustu jól. Ég útskrifaðist sem Verslunarhönnuður frá VIA University College í Danmörku. Ég hannaði hárgreiðslustofu og fékk ég innblástur frá KEVIN.MURPHY, sem eflaust margir þekkja. Ég sjálf kynntist KEVIN.MURPHY fyrir nokkrum árum síðan og hef notast við vörurnar síðan með virkilega góðum árangri. Þeirra gildi snúa mikið að náttúrunni þar sem mikil þörf er á því í okkar samfélagi og innan hárgreiðslubransans einnig. Þar sem ég þekkti merkið mjög vel og sá ég tækifæri að gera lokaverkefnið mitt tengt þeim.

Innblásturinn

KEVIN.MURPHY hannar sýna vörur út frá að velja bestu náttúrulegu innihaldsefnin og eru umbúðirnar einnig hannaðar til að halda skaða fyrir náttúrunni í lágmarki. Ég fékk innblásturinn frá fyrirtækinu bæði út frá þeirra gildum og stíl. Ég skoðaði vörurnar þeirra og út frá þeim fann ég liti og form sem einkenna þá.

Innblástur: Litir & Form

Náttúran var mikill innblástur í verkefninu. Ég skoðaði ýmsar myndir af náttúrunni og fann út hvaða litir frá náttúrunni passa við KEVIN.MUPRHY litina. Hér að neðan eru litir sem veittu mér innblástur í verkefninu.

 

Efniviður

Ég vildi halda mig við náttúruleg efni s.s. við í innréttingunum. KEVIN.MURPHY notar mikið plywood eða krossvið á myndum og í myndböndunum sínum sem bakrunn og var því ekki í neinum vafa að halda krossviðnum þar sem það er nú þegar í DNA-inu þeirra. Þar að auki studdi það val mig er að viðurinn er fáanlegur umhverfisvænn, endurunninn & umhverfisvottaðan og hentaði því vel fyrir umverfisvæna hárgreiðslustofu.

Krossviður og KEVIN.MURPHY vara

Andrúmsloft

Það sem skiptir MJÖG miklu máli í Verslunarhönnun er andrúmsloftið eða stemningin í versluninni. Fyrirtæki geta gefið viðskiptavinum sínum skilaboð í gegnum andrúmsloftið og skiptir miklu máli að velja ,,rétta“ andrúmsloftið fyrir ,,réttu“ viðskiptavinina.

Náttúran skiptir KEVIN.MURPHY miklu máli og ætti það að vera sýnilegt viðskiptavinunum þeirra. Andrúmsloftið tengir náttúruna saman við rýmið, það er að segja að nota krossvið og plöntur gefur til kynna að þetta fyrirtæki er eitthvað tengt náttúrunni. Góð lýsingar getur hjálpað til við að lyfta andrúmsloftinu og gefa rétta stemningu.

Jákvætt og vinalegt andrúmsloft

Mikilvægt er að rýmin tengjast saman á einhvern hátt. Nýta lofthæðina vel til að myndist ekki tómarúm. Endurtekning hjálpar til við að fá jafnvægi yfir rýmið. Ljósbleiki liturinn er notaður og fundinn út frá vörum fyrirtækisins og náttúrunni.

  Vöruuppsetning & Grafísk hönnun

Það skiptir einnig mjög miklu máli hvernig fyrirtæki sýna vörurnar sínar. Focal point eða áherslu punktur er staðsetning sem dregur athygli augans. Til dæmis þá er staðsetning vörurnar það fyrsta sem viðskiptavinurinn sér þegar þeir ganga inn, sjá gulu örina á myndinni fyrir neðan.

Grafísk hönnun er góð leið til þess að koma sjónrænum upplýsingum á framfæri. Lofthæðin er há og nýtti ég svæðið til að setja logo-ið fyrir ofan hilluna til að tengja logo og vörurnar saman.

 

Hillan er innbyggð og gefur meiri elegant og faglegt útlit. Hvítur bakrunnur í hillunum og ljósið hjálpar til við að láta vörurnar standa út úr. Ef hillurnar væru einnig úr krossvið þá myndu vörurnar ekki vera eins grípandi. Að staðsetja hilluna við hlið sófans í biðstofunni gefur viðskiptavinum tækifæri til að skoða vörurnar meðan beðið er. Með þessum hætti er fyrirtækið að ýja vörunum að viðskiptavininum og hvetja þá til að skoða eða jafnvel kaupa vöruna.

Mynd í bakrunn. Ljósmyndari: Lynzi Judish, Hár: Katrín Sif, Förðun: Anna Hrefnudóttir, Módel: Jóna

Biðstofan er nýtt til að selja sem best. Þar eru viðskiptavinir að bíða og er tilvalið tækifæri að auglýsa vörur og þjónustuna best. Hér staðsetti ég vörur á afgreiðsluborðinu til að hvetja viðskiptavininn til þess að versla. Hér er einnig kjörið tækifæri til þess að setja upp auglýsingu í staðinn fyrir mynd eða sameina það. Til dæmis bjó ég til auglýsingu sem tengir náttúruna við vöruna á fallegan hátt. Til dæmis þá er þessi mynd tekin í íslenskri náttúru og varan sem er auglýst inniheldur íslenskan mosa og tengir það myndina og vöruna saman.

Þrívíddarteikningar (3D)

Þrívíddarteikningar eru mikilvægar fyrir mig að notast við þegar ég vinn með Verslunarhönnun eða innanhúshönnun. Það hjálpar mikið við að útskýra hvaða stíl og staðsetningar eiga við hverju sinni. Ég notast við forritið SketchUp Pro við gerð þrívíddar teikinga.

Hér má sjá myndband af 3D modelinu í heild sinni.

Gaman að segja frá því að ég útskrifaðist með hæstu einkunn fyrir þetta verkefni og hægt að skoða verkefnið nánar á asabergmanndesign.com eða á Facebook síðunni minni.

 

Ása Bergmann

Ása Bergmann er 30 ára Verslunarhönnuður (Retail Designer) sem býr í Herning í Danmörku. Hún er í sambúð með Dananum/Færeyingnum Nicklas, syni hans Emil og hundinum Flóka. Helstu áhugamál hennar tengjast hönnun og eru það aðallega Verslunar-, Innanhús- & Grafísk Hönnun. Að auki hefur hún áhuga á ferðalögum, tísku, útiveru og bakstri.

Instagram @asabergmanndesign & @asabergmann_
www.asabergmanndesign.com