Nánari upplýsingar á www.formaland.dk

Mig langar að segja ykkur aðeins frá hönnunar ráðstefnunni og sýningunni Formland sem ég sæki árlega til að fá innblástur sem verslunarhönnuður.

Hvað er Formland?

Formland er stór hönnunar viðskiptaráðstefna sem haldin er í Herning í Danmörku tvisvar sinnum á ári, í febrúar og ágúst. Þessi ráðstefna hentar sérstaklega fyrir viðskiptatækifæri; hentar því verslunareigendum, hönnuðum eða jafnvel fjárfestum að sækja viðburðinn. Mæli eindregið með að fyrirtæki eða einstaklingar að kynna sér viðburðinn og jafnvel taka þátt.

Ráðstefnan stendur yfir í nokkra daga og er mjög stór. Skipt er niður í deildir eftir tegund eins og myndin hér fyrir neðan sýnir. Það eru alls kyns fyrirtæki sem taka þátt í viðburðinum og er helst að sjá fyrirtæki sem eru að hanna vörur. Hef séð mikið af nýjum fyrirtækjum sem eru eða leitast eftir að selja vöruna sína til verslana eða í leit að fjárfestum.

Skipurlagið á viðburðinum

Hér eru nokkrar myndir frá sýningunni í febrúar síðastliðnum sem mig langar að deila með ykkur. Tek það fram að ég er ekki eigandi af þessum myndum.

Andersen Furniture // Mynd frá Trine Rødsgaard – trineroed.dk

Andersen Furniture er danskt fyrirtæki með fallegar vörur. Uppsetningin þeirra er mjög falleg og er litavalið mjög viðeigandi. Hér eru þau að kynna baðherbergislínuna sína og passar græni liturinn vel og gefur róandi andrúmsloft.

Eden Outcast // Mynd frá Trine Rødsgaard – rineroed.dk

Eden Outcast hef ég ekki kynnst áður og eru það danskt fyrirtæki í Kolding. Ég man eftir að hafa séð þessa vöru á Formland og finnst mér hún einstakelga falleg. Formið á henni er sérstakt og aðlaðandi. Ég hyggist fjárfesta í þessari vöru.

A Simple Mess // Mynd frá Monster Circus – monsterscircus.com

A Simple Mess eru vörur fyrir heimilið. Fallegar vörur í Skandinavískum stíl, einsog mjög margar danskar vörur eru. Að nota grænar plöntur gefur róandi og skapandi tilfinningu í uppsetningunni hjá þeim. Jafnvægið milli litanna er gott og aðlaðandi.

HOMER shelving system // Mynd tekin frá Monster Circus – monsterscircus.com

Homer shelving system eru mjög sniðugar. Hér er möguleiki að persónugera hillurnar og velja stærðir og lag sjálfur. Áferðin er falleg og gefur viðurinn meira náttúrulegt útlit.

Kaffihús og veitingastaðir // Mynd tekin frá Decor8 – decor8blog.com
Kaffihúsa steminging á Formland 2018 // Mynd frá Elizabeth Godsk

Þegar fæturnir eru orðnir þreyttir eftir mikið labb þá er möguleiki að setjast niður og fá sér hressingu. Það var skemmtileg kaffihúsa/festival stemning á Formland í ár og eru miklir möguleikar á veitingastöðum og kaffihúsum.

Skráning & þátttaka

Til að taka þátt þarf að panta svæði að sjálfsögu og er opið fyrir skráningu. Fyrir forvitin augu einsog mín þá er viðburðurinn opinn öllum og hægt verður að kaupa miða á heimasíðunni þegar nær dregur. Mæli með að skrá sig á póstlistann til að fylgjast með.

Hef sótt ráðstefnuna síðastliðin 3 ár og finnst ótrúlega gaman að fara og kíkja hvað er í boði, einnig til að fá innblástur frá verslunarhönnunar sjónarhorni hvernig fyrirtæki eru að setja upp sín svæði á viðburðinum. Tek að mér hönnun fyrir slíka viðburði. Finnið mig á Facebook og Instagram.

Ása Bergmann

Ása Bergmann er 30 ára Verslunarhönnuður (Retail Designer) sem býr í Herning í Danmörku. Hún er í sambúð með Dananum/Færeyingnum Nicklas, syni hans Emil og hundinum Flóka. Helstu áhugamál hennar tengjast hönnun og eru það aðallega Verslunar-, Innanhús- & Grafísk Hönnun. Að auki hefur hún áhuga á ferðalögum, tísku, útiveru og bakstri.

Instagram @asabergmanndesign & @asabergmann_
www.asabergmanndesign.com