Færslan er unnin í samstarfi við Daniel Wellington

Undanfarin ár hef ég orðið meiri úramanneskja og núna er það orðin algjör undantekning ef ég set ekki úrið mitt á mig á morgnana. Um daginn fékk ég gullfallega sendingu frá Daniel Wellington sem innihélt Classic Petite Cornwall úr, gyllt armband í stíl og svo er ég extra ánægð með að ég fékk líka silfurlitað Cornwall úr með svartri skífu fyrir Samma sem ég sýni betur síðar.

Úrið mitt er 32 mm, rósgyllt með svartri skífu og svartri tauól en það sómar sér vel við hvaða tilefni og við hvaða föt sem er. Ég gæti ekki verið ánægðari með það!

Afsláttarkóði fyrir lesendur

Mig langar að gleðja lesendur okkar með því að gefa ykkur afsláttarkóða, en með kóðanum „PIGMENT15“ fáið þið 15% auka afslátt af öllu inni á heimasíðu Daniel Wellington.

Í augnablikinu er einnig Black Friday helgi hjá þeim sem þýðir auka ól með öllum úrum og 25% afsláttur af öllum vörum í Dapper línunni þeirra!

Ég mæli með að nýta ykkur kóðann til að versla fallega jólagjöf fyrir ykkar nánustu. Einnig er frí sending og allar vörur koma í fallegum jólaöskjum.

Þið finnið mig á Instagram undir @gunny_birna

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Deila
Fyrri greinSTÓRA LÚNA
Næsta greinHVAÐ ER OLAPLEX?