Það er komið nýtt úr á markaðinn en það er íslensk hönnun sem ber nafnið Puffn Reykjavik.

Úrið er fallegt, stílhreint og hentar báðum kynjum.
Hægt er að fá tvo liti á ól en það er brún leðuról – JARPUR eða svört leðuról – TJÖRVI.

Hönnuður og eigandi Puffn Reykjavík heitir Viktor Blöndal.
Hann hefur bakgrunn í grafískri hönnun og hefur starfað við hönnun vefsíðna og vörumerkja í mörg ár.

Hugmyndin að PUFFN

Hugmyndin kviknaði þegar kærasta Viktors gaf honum úr í jólagjöf.
Hann hafði átt úrið í nokkrar vikur þegar það fékk örlítið högg og molnaði.
Þetta varð til þess að hann Viktor ákvað að gera betur og hanna sitt eigið úr. Eftir nokkrar tilraunir og mismunandi hannanir fæddist Puffn lundinn.

Þegar hugmyndinn var komin fór ár í að fullkomna vöruna sem var svo send í framleiðslu.

Úrin eru framleidd með gæða japönsku gangverki og safír gleri sem er einstaklega tært og sterk gler.

Puffn Reykjavík eru strax byrjað á næstu vöru og er það rósagyllt úr með svartri skífu og hvítum lunda. Einstaklega fallegt og stílhreint úr sem hentar við fínni tilefni. Fleiri tegundir af vörum eru á döfinni en engin dagsetning er komin á þær enn.

Úrin er eingöngu hægt að versla á www.puffn.is á 16.900 kr.

Afsláttarkóðinn „Pigment” veitir 15% afslátt fyrir lesendur Pigment. Kóðinn gildir til 1 ágúst 2017.

Puffn Reykjavík úrið er falleg viðbót í úrasafnið þitt eða sem gjöf.

Færslan er unnin í samstarfi við Puffn Reykjavik

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa