Verslun Shine.is flutti nýverið frá Kleppsmýrarvegi yfir í verslunarmiðstöðina Glæsibæ. Shine er staðsett á móti Tokyo Sushi og er töluvert stærri en hitt húsnæðið. Ég fékk að kíkja til þeirra og taka nokkrar myndir af nýju og glæsilegu versluninni.
Hér má sjá frábært úrval Jessup bursta sem taka vel á móti manni.
Afgreiðsluborðið er stórt og fallega bleikt á litinn.
 Shine augnhárin og augnháraboxið sem margir hafa talað um.
 Fyrir miðju er stórt borð sem vert er að skoða.
 Milani varalitirnir vel upp stilltir.
 Mikið er lagt upp úr smáatriðum í versluninni.

Endilega kíkið við og skoðið búðina, ég er viss um að þær taki vel á móti ykkur! Opnunartíma má finna á heimasíðu þeirra; shine.is

Ef þið viljið fylgjast meira með mér þá er ég á instagram og snapchat: alexandraivalu9

Takk fyrir að lesa!

Alexandra Ivalu

Alexandra er 19 ára Mosfellingur og stundar nám við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Hún er hálf íslensk og hálf grænlensk en hefur búið alla sína ævi hérlendis. Áhugamál Alexöndru eru förðun, útivera, ljósmyndun og hundar. Þið getið fundið Alexöndru á Instagram undir @alexandraivalu.