Þessi færsla er unnin í samstarfi við Stackers á Íslandi

Þetta er ein allra fallegasta vara sem ég hef séð og er hún fullkomin sem útskriftargjöf, fermingargjöf, brúðargjöf, afmælisgjöf, tækifærisgjöf og skírnargjöf þar sem einnig eru til minni skrín. Þessi litlu eru fullkomin sem skírnargjöf fyrir alla til að skipuleggja litlu fallegu skartgripina sem þau eignast.

Skartgripaskrín eru ótrúlega falleg gjöf og algjörlega nauðsynlegt að eiga. Skrínin frá Stackers eru á allt öðru leveli en það sem við erum vön að sjá. Ég á til dæmis gamalt skrín með risa smellu að framan og er það inní skáp því ég er ekki að elska útlitið nógu mikið til að hafa það uppá borði sem eitthvað borðskraut. Hins vegar eru Stackers skrínin með eindæmum falleg og vekja athygli sem skraut á borði.

Það sem er fullkomið við þau er að þú raðar saman þínu eigin skríni. Þú velur þau box sem henta þér og lok ofan á.  Ég ætla að deila með ykkur skríninu sem ég setti saman hjá þeim í Jens Smáralind. Þau selja skrínin og er hægt að kaupa eitt box í einu. Fullkomin gjöf þar sem þú getur gefið t.d lok og box í gjöf og annað hvort haldið áfram að gefa í nánustu framtíð til að stækka skrínið eða viðkomandi getur bætt sjálf/ur við skrínið sitt eftir því hvað hentar best.

Hægt er að kaupa fallega púða í skrínið fyrir úrin og fallegan púða fyrir hringa svo dæmi séu tekin.

Stackers skrínin eru ótrúlega vinsæl og þeir sem hafa séð mitt skrín tala allir um að langa til að eignast eitt. Þetta er algjörlega gæðavara á ótrúlega góðu verði. Endilega kíkið inná heimasíðu JENS því þar sjáið þið verðin, fleiri liti og hvernig þetta virkar allt saman. Svo mæli ég með því að þið kíkið í Jens Smáralind til þess eins að skoða nýju fallegu verslunina þeirra en hún er hreint út sagt stórkostleg.

Ég sýndi skrínin á snapchat og vöktu þau gríðarlega athygli.
Ég tók myndirnar allar í Jens Smáralind og er einnig hægt að fá skartið og úrin hjá þeim sem ég notaði í myndatökuna.

Facebook síða Stackers á Íslandi

Þórunn Eva er þekktust fyrir bókina Glútenfrítt Líf. Hún er gift, tveggja barna móðir og fagurkeri, en hún flytur einnig inn hinar vinsælu Lulu’s snyrtitöskur.