Ég fékk svo skemmtilegt gjafabréf frá systur minni í afmælisgjöf í fyrra. Það var gjafakort  í augnsteina myndatöku sem ég skellti mér í um daginn.

Augað mitt

Ég hafði samband við hana ljósmyndarann á Facebook og bókaði mér tíma. Hún heitir Marella og hún er staðsett á Akranesi þar sem myndatökurnar fara fram. Þetta tók enga stund að taka myndir af augunum mínum. Hún tekur myndir af báðum augasteinum og velur svo sjálf hvaða auga er með meiri árherslum eða perónuleika því ekkert auga er eins.
Eftir tökuna var mér boðið að bíða eða fá myndina senda, ég ákvað að bíða og á meðan settist ég á kaffihús sem er í göngufæri frá og fékk mér te og slakaði aðeins á með sjálfri mér.

Þetta tók enga stund og beið ég í sirka hálftíma eftir myndinni. Ég er ótrúlega ánægð með þessa gjöf frá systur minni og ákvað ég að kaupa gjafabréf fyrir kærastann líka svo við værum nú með bæði augun upp á vegg heima.

Ég fékk smá viðtal við hana Marellu í leiðinni:

„Ég er með B.A gráðu í Fashion Styling and Photography frá London College of Fashion.
Á meðan ég bjó í London vann ég með skólanum sem barnfóstra fyrir tvær fjölskyldur.
Önnur fjölskyldan var vinafólk frægs listamanns sem heitir Marc Quinn og var hann á tímabili að vinna mikið með augu þar sem hann málaði augun eftir ljósmyndum á glerplötur sem voru frá 2×2 metrar að stærð en þær stærstu voru örugglega upp í fjóra metra.

„Nokkur svona augu tóku á móti manni þegar maður kom á heimili hans og ég varð alveg dolfallin.“ 


„Þegar ég flutti heim frá London 2015 ákvað ég að prófa mig aðeins áfram og notaði fjölskyldu og vini sem tilraunadýr til að byrja með.
Þetta hefur svo bara stækkað þaðan og úr verða rosalega persónulegar og fallegar myndir enda engin tvö augu eins. Þetta hefur slegið í gegn sem gjafir við öll tilefni, fermingar, brúðkaup, útskriftir og fleira.“ 

„Ég er staðsett á Akranesi og tek myndirnar þar en sendi gjafabréf frítt um allt land.
Ég tek svo myndirnar eftir samkomulagi bara þegar fólki hentar að skjótast á Skagann. Ég tek að mér myndatökur við öll tækifæri en vildi óska að ég gæti farið að koma mér meira inn í tískuheiminn þar sem áhugi minn og menntun liggur.
Égugsa að ég fari að koma mér í það á næsta ári þar sem ég á von á barni núna í maí og ætla mér að hafa það huggulegt í fæðingarorlofi fram á haust.“ 

Augað mitt

Ég er alveg heilluð að þessu og finnst mér augu sýna svo mikið hvernig persóna maður er ásamt sál og hlýleika.
Hægt er að panta gjafabréf á Marella Photography og fá það sent frítt heim sem er einstök og falleg gjöf.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa