Þeir sem að mig þekkja vita að ég er mikill „sökker“ fyrir fallegum hlutum á heimilið. En ekki nóg með það, heldur er ég líka sérstaklega mikil áhugamanneskja um íslenska málfræði. Þegar ég sá því veggspjöldin frá NOSTR var ég sannfærð um að ég vildi fá verkin frá þeim til að skreyta heimilið okkar Samma (og Dexter). Fyrirtækið skipa þær Þóra og Kolla, en óhætt er að segja að allt hjá þeim sé ótrúlega vel heppnað.

Hjá NOSTR er hægt að fá allskonar list á fallegum veggspjöldum sem á það sameiginlegt að innihalda orð, orðskýringar, vísur og ljóð úr fallega tungumálinu okkar. Ég féll strax fyrir tvennunni þeirra, Ást & Hamingja, en orðin koma ásamt uppruna og orðskýringum á sitthvoru veggspjaldinu.

Á vefsíðu NOSTR segir Þóra:

„Ég hef alltaf verið gríðarlega hrifin af orðum. Orð á prenti eru jafnvel enn stórkostlegri og máttur orða er mikill. Það var því ekki flókin pæling sem lá að baki Hamingjunni og Ástinni en þar má segja að blandist ást okkar Kollu á mætti orðanna, fallegri grafík og íslenskri tungu. Hljómar gríðarlega hástemmt og vandað en á eitthvað svo vel við. Kolla er mjög grá í eðli sínu og því á hún bakgrunninn skuldlaust. Sem mikill fagurkeri og sérfræðingur í gráu sannfærði hún mig um að þetta væri algjörlega málið og eftir að hafa séð þetta í ramma upp á vegg verð ég að vera sammála. Myndirnar eru bæði fallegar saman og í sitt hvoru lagi – rétt eins og orðin sem þær geyma.“
Færslan er unnin í samstarfi við Nostr

Veggspjöldin eru einstaklega stílhrein og fara vel á veggi með einföldum römmum. Rammarnir sem ég valdi mér voru úr IKEA og heita Strömby, en þá er hægt að fá í svörtu, hvítu og silfur. Ég valdi silfur ramma þar sem að við erum fyrir með mikið af svörtum römmum uppi á vegg og mig langaði að breyta örlítið til.

Næst á dagskrá hjá mér er að festa kaup á Æðruleysisbæninni hjá NOSTR, en hún kemur með fallegu letri á veggspjaldi. Svo er hægt að fá fallegar vögguvísur, stafrófið og ljóð til að hengja upp í barnaherberginu, orðatiltæki og margt fleira. Flest veggspjöldin koma í þremur stærðum; 30×40 cm, 50×70 cm og 70×100 cm.

Ég mæli eindregið með að þið kíkið á vefsíðuna hjá NOSTR, en fyrirtækið er einnig á Facebook. 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is