Færslan er unnin í samstarfi við By Goja og fékk ég myndina að gjöf

bygoja
Fallega Monstera myndin mín, fuglinn er frá Eames og marmarabakkinn frá Twins.is

Þessa fallegu mynd eignaðist ég á dögunum. Myndin er frá By Goja sem er nýlegt hönnunarstúdíó sem sérhæfir sig í fallegum og minimalískum veggspjöldum fyrir heimilið.

Hönnuðurinn á bakvið merkið er Fríða Gauksdóttir sem er búsett í Danmörku. Hún er að klára BA námið sitt í „Design & Business“ um áramótin. Hugmyndin að veggspjöldunum kviknaði þegar Fríða var að vinna að lokaverkefni sínu og fór að gera myndir á kvöldin til að tæma hugann. Myndirnar fengu strax góðar viðtökur, enda rosalega fallegar og stílhreinar.

Er ótrúlega ánægð með myndina sem ég valdi mér. En hún er af monstera plöntunni sem ég hef alltaf dást að. Myndin kemur í stærð A3 og ákvað ég að hafa myndina ofan á kommóðunni í svefnherberginu og varð því hvítur rammi í IKEA fyrir valinu. Þar sem myndin er svo stílhrein að þá gengur bæði að hafa svartan og hvítan ramma.

14591848_914289455370920_1892603311312877376_n

december-favorites-2014

14257465_881560815310451_2940399591963955371_o

15032062_923956944404171_7837983198494282590_n
Myndir frá By Goja

Hægt að er að panta myndirnar inn á facebooksíðu By Goja HÉR Einnig er hægt að nálgast barnaveggspjöldin í Petit verslun HÉR

Svo er ég með gleðifréttir! Við Pigment stelpurnar ætlum að hafa eina monstera mynd frá By Goja í jóladagatalinu hjá okkur, svo endlega fylgist með því hún gæti orðið ykkar.

Endilega fylgist með mér á Instagram: gudbjorglilja & einnig á SnapChat undir nafninu gudbjorgliljag

gudbjorglilja

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.