Færslan er ekki kostuð 
RIPTIDE er nýtt fatamerki sem að Stefán John Turner, Ásgeir Örn Eyjólfsson og Lena Magnúsdóttir stofnuðu saman á þessu ári.
Ég hef þekkt Ásgeir og Stefán í ár og fylgjst með merkinu  blómstra.
Stefán er einnig með sína eigin blogg síðu þar sem hann bloggar um föt, fataval, skart og fleira en hægt er að skoða bloggið hans hér.
Það heillar mig alltaf þegar ungt fólk lætur drauma sína rætast og ættu allir að elta sína drauma og koma þeim á framfæri.
RIPTIDE hefur verið vinsælt erlendis og hafa þau þegar selt flíkurnar sínar til Bandaríkjana og Bretlands. Fatnaðurinn er svo að fara af stað hérlendis núna.
Ég vildi vita meira  og setti saman smá viðtal við hann Stefán John.

13226914_1076263985796070_6737230369163813386_n
Segðu okkur frá þér og hvernig Riptide varð að veruleika?

Ég heiti Stefán John Turner, ég er 25 ára og hef gríðarlegan áhuga á fatnaði og tísku.
Sagan af því hvernig Riptide varð að veruleika byrjaði á símtali sem ég átti við góðan vin minn Ásgeir. Samtalið sem við áttum snerist aðallega um það hvað það gæti verið gaman að gera eitthvað sjálfir og eitthvað sem væri okkar eigið.
Það var þá sem ég stakk upp á að búa til fatamerki þar sem ég hafði hugsað um það í smá tíma en ekkert pælt í því að gera eitthvað í því.
Lena, vinkona mín sem klippir mig stakk síðan upp á því að hafa líka dömulínu þegar ég var hjá henni og tókum við Ásgeir mjög vel í það.
rip4
Ertu að læra hönnun eða er þetta eingöngu áhugamál?

Þetta hefur alltaf verið áhugamál, ég eyði miklum tíma í að velta fyrir mér samsetningu á fötum og fá nýjar hugmyndir fyrir flott „outfit“. Þess vegna hefur þetta alltaf verið draumur að vinna við eitthvað sem tengist þessu.
rip3
Hvaðan kemur nafnið Riptide?
Ásgeir kom með hugmyndina að nafninu og kemur þetta frá laginu með Vence Joy- Riptide. Hann elskar þetta lag og var búin að vera með nafnið á heilanum frá því að hann heyrði það fyrst.
rip6
Hvar er hægt að versla flíkurnar?
Hægt er að panta á heimasíðu okkar eða í gegnum skilaboð á Facebook.
14238285_1151899661565835_5231599102913275877_n
Eru plön um það í framtíðinni að stækka línuna? 
Já, við stefnum á að fara alla leið með þetta, bæði fyrir herra og dömur. Við erum að þróa hugmyndir með meðal annars skyrtur, jakka og samfellur. Við erum komin í samstarf við fyrirtækið Skyrta og erum við að bæta við skyrtum hjá okkur sem verða vonandi væntanlegar fyrir Jól.
rip8

Skemmtileg og flott lína hjá þeim og fylgjist ég spennt með framtíð þeirra.
katrín sif
Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir Pigment.is 
Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa