Færslan er ekki kostuð heldur eingöngu ætluð til hátíðarinnblásturs fyrir lesendur

Það er ekkert leyndarmál að undirrituð er komin í bullandi jólagír! Það er ekki nema vika í fyrsta í aðventu og við skötuhjú erum strax búin að rífa jólakassana úr geymslu og setja örlítið skraut upp. Von bráðar er á dagskránni að telja niður með jólamyndum; ein í hverri viku til að byrja með. Christmas Vacation er þar efst á lista en ég horfi á hana hver einustu jól!

Nokkrir jólahutir eru strax komnir í uppáhald (einhverjir nýjir og einhverjir sem ég hef átt lengi) og mig langar að deila þeim með ykkur á þessum lista.

christmas-favourites

1. Omaggio kertastjaki gull HÉR 2. Glúetnfrí jól bæklingur HÉR 3. Jólakúlurnar úr jólahúsinu á Akureyri 4. Georg Jensen jólaórói HÉR 5. Liz Leines x PPD jólaleirtau í helstu blómabúðum 6. Ferm Living jólatrésdúkur HÉR 

Til að byrja með, þá er ég alveg hæstánægð með fallega Omaggio kertastjakann minn sem mamma gaf mér í jólagjöf um síðustu jól. Ég nota hann að vísu allt árið um kring en hann er ofboðslega jólalegur með gull röndum. Reyndar á hálft Ísland Omaggio vörur en mér er bara slétt sama. Ég lét það eftir mér að kaupa annan stjaka (stærri gerð) á útsölu hjá Epal um helgina svo að þeir verða gullfallegir saman í gluggakistunni um jólin.

Glútenfrí Jól er bæklingur sem Þórunn vinkona mín er að gefa út um mánaðarmótin ásamt frænku sinni. Ég hef fengið forsmekk af uppskriftunum og þær eru svo ótrúlega girnilegar! Sjálf er ég ekki í glútenfríum lífstíl en það er minnsta mál að nýta allar góðu uppskriftinar og nota þau innihaldsefni sem mann lystir; glútenfrí eða ekki.

Alltaf þegar ég fer norður á Akureyri (sem er orðið oftar því kærastinn minn er þaðan), þá geri ég mér ferð í jólahúsið góða. Ég er farin að safna fallegu, stóru jólakúlunum þar og elska úrvalið.

Þessi órói frá Georg Jensen er frekar óskhyggja, en mamma mín hefur verið dugleg í að safna skrautinu þaðan í mörg ár. Mig langar ofboðslega í þennan á myndinni, en hann myndar fallegan hring með myntugrænu bandi.

PPD Liz Leines leirtauið er í miklu uppáhaldi hjá mér. Jólabarnið mamma (í þriðja skiptið sem ég minnist á hana í þessari færslu), gaf mér nánast alla línuna þaðan þrjú jól í röð og skipti henni niður svo ég fengi eitthvað í hvert skipti. Línan innihélt fallega diska, bolla og undirskálar og kökudisk. PPD vörurnar fást til dæmis í hönnunar- og blómabúðum en á hverju ári fara þau í samstarf með hönnuði sem gerir mynstrið á vörurnar. Mig minnir að þessar vörur fáist til dæmis í blómabúðunum í Hamraborg og Smáralind fyrir áhugasama.

Síðast en ekki síst þá er þessi gullfallegi jólatrésdúkur frá Ferm Living sem fæst meðal annars í Hrím og Epal. Ég keypti mér hann um daginn, en í mörg ár hefur mig vantað dúk undir litla sæta jólatréð mitt. Ég hef séð nokkra en aldrei litist nógu vel á neinn fyrr en ég sá þennan – þrátt fyrir að vera kannski ekki sá jólalegasti finnst mér hann tímalaus og hann passar við allt.

Svo er reyndar það sem er í mestu uppáhaldi hjá mér eitthvað sem ekki er hægt að kaupa úti í búð – en það er þetta dagatal sem hangið hefur uppi síðan ég var lítil. Mamma saumaði það þegar hún var ung og hægt er að hengja á það allskonar litla pakka – þetta elska ég og hengi upp um hver jól.

image

Ég vona að þið séuð ekki orðin strax þreytt á jólafærslunum frá mér – því þetta er rétt að byrja!

gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir Pigment.is 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is