Færslan er unnin í samtarfi við Maí og saltið fékk ég að gjöf

Um daginn sagði ég frá því í þessari færslu að ég hefði heimsótt verslunina Maí í Garðabæ, en þau voru svo yndisleg að gefa mér nokkrar vörur þaðan til að prófa.

dsc01673

Ein af vörunum var hin sænska lúxusvara Rivsalt, ásamt dásamlegum mismunandi áfyllingum fyrir saltbakkann. Þetta er virkilega skemmtileg tilbreyting frá hinu hefðbundna borðsalti, en það kemur á viðarbretti með rifjárni til að rífa saltið yfir matinn jafn óðum. Sænski frumkvöðullinn Jens Sandringer fékk hugmyndina að vörunni þegar hann var að borða á japönskum veitingastað í Peking, en síðan að salan hófst á Rivsalt hafa margar vörur bæst við línuna ásamt því að saltið er nú selt í ótrúlega mörgum lúxusbúðum um heiminn, þar á meðal Harrods í London og MoMa Design Store í New York.

unspecified
Mynd: Rivsalt.com

Það er ótrúlega gaman að hafa þessa vöru uppi á borði hjá sér, en ég geymi hana á bakka á litlu borði inni í eldhúsi þar sem að mér finnst saltið njóta sín ótrúlega vel. Ég fékk minni gerðina sem er lítill saltsteinn á hringlaga bakka, en stærri gerðin er strax komin á óskalistann sem er með kassalaga viðarbretti og stærra rifjárni. Sú er fullkomin til dæmis í jólagjöf fyrir fjölskyldumeðlim eða í brúðargjafir.

Eins og ég nefndi fyrr í færslunni fékk ég einnig áfyllingar með mismunandi bragði, en það er ótrúlega skemmtilegt að bera þá steina til dæmis fram með mat við hæfi eða leyfa fólki að velja úr fallegri skál. Mér finnst þeir koma ótrúlega vel út í glæru Iittala krukkunni minni.

unspecified-2
Mynd: Rivsalt.com

Rivsalt fjölskyldan er orðin nokkuð stór en auk hefðbundnu gerðarinnar er líka hægt að fá grillstein, mismunandi box með áfyllingum og fleira.

Til þess að fræðast meira um Rivsalt vörurnar er hægt er hægt að smella HÉR og heimasíðu Maí má finna HÉR þar sem hægt er að versla vörurnar á Íslandi. Einnig mæli ég með að þið gerið ykkur ferð í búðina og skoðið hinar fallegu vörurnar þar.

Gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is