Færslan er ekki kostuð 

Ég má til með að segja ykkur frá því sem er að gerast um helgina, en snyrtitöskumerkið Lulu’s verður með pop up verslun hjá versluninni Nola í Katrínartúni 2.

14643186_120300000571235519_34312600_n

Ég verð að sjálfsögðu á staðnum í Nola og hlakka mikið til að taka á móti ykkur. Það verður bæði hægt að kaupa töskurnar (og að sjálfsögðu allar vörur í Nola), en svo verður líka skemmtilegur leikur þar sem hægt er að vinna tösku frá Lulu’s!

Að mínu mati eru Lulu’s þær allra flottustu snyrtitöskur sem ég veit um, en ég eignaðist einmitt mína fyrstu á dögunum sem ég verð að segja ykkur betur frá við tækifæri. Eins og allt annað sem mér þykir fallegt og ég fell fyrir gat ég ekki látið vera að kaupa mér – en ég verð seint þekkt sem sparsamasta manneskja í heimi! Svo á ég líka ógrynni af snyrtivörum sem ég þarf einhvern veginn að geyma og fannst ein stærsta taskan tilvalin til að taka með mér út í ferðalag til London.

Töskurnar norsku eru hannaðar af Anne Kristine Mykjåland og Ragnhild Naglestad. Þær koma í ótal litum, stærðum og útgáfum ásamt því að vera með fallegt úrval af herratöskum. Ég nýtti einmitt tækifærið og keypti eina ljósbrúna og fallega tösku í tækifærisgjöf handa kærastanum mínum á sama tíma og ég fékk mér mína. Eins tösku má sjá á myndunum hér fyrir neðan – svo þarf ég að drífa mig að taka myndir af þeim fyrir ykkur.

Nokkrar myndir af Lulu’s töskunum má sjá hér fyrir neðan – ég hvet ykkur til að kíkja á markaðinn og skoða þær!

14344362_2219684324836797_1067011634683009021_n

13962509_2205176482954248_6443476283697547756_n13769414_2190452801093283_7845454672102689092_n

14355665_2218928844912345_5945039637872691578_n13718611_2191146857690544_6277501290312067161_n

Myndir voru fengnar að láni frá Lulu’s á Íslandi. Heimasíðu Lulu’s má finna HÉR og Facebook síðu þeirra má finna HÉR.

Gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is