Eins og hefur áður komið fram að þá er ég mikill aðdáandi múmínbollanna frá Arabia. Ég er frekar nýr safnari miða við aðra, en ég byrjaði ekki að safna þeim fyrr en ég fékk einn bolla í gjöf árið 2013. Þá kviknaði áhuginn að eignast fleiri.

Það sem ég elska við bollana eru hvað þeir eru litríkir, ég er sjálf mikið fyrir pastel liti og auðvitað smá nostalgía að safna og eiga bolla af ævintýrakarakterum sem ég horfði á sem barn.

Ár hvert gefur Arabia alltaf út árstíðarbolla, einn sumarbolla og einn vetrarbolla. Það er mikil leynd hvernig þeir líta út og er haldið því leyndu fyrir almenning þangað til nokkrum dögum áður en þeir koma í verslanir. Það sem gerir líka bollana eftirsóknarverða er að þeir hætta í framleiðslu og nýr kemur í staðinn. Þá getur verið kostnaðarsamt að redda sér einum slíkum sem er hættur í sölu. En það er hægt að versla þá á Ebay og svo á íslensku múmíngrúppunni, sem er mjög skemmtileg grúppa. Hvet fólk sem hefur áhuga á múmínbollum eða er nýr safnari að skoða grúppuna, það er margt sem leynist þar.

En hér er svo safnið mitt!

test

test5

test6

test2

test7-1

dsc01366
Vetrarbollinn 2016 og 2015

Ég hef þann vana að draga fram vetrarbollana þegar fer að hausta og þá fara sumarbollarnir í geymslu. Um daginn keypti ég mér svo nýja vetrarbollann og hann er dásamlegur – hann passar svo vel við vetrarbollann síðan í fyrra.

Bollarnir fást í helstu hönnunarverslunum og hillurnar á myndinni eru String hillurnar sem ég elska svo mikið, getið lesið um þær hér.

Endilega fylgist með mér á Instagram: gudbjorglilja & einnig á SnapChat undir nafninu gudbjorgliljag

gudbjorglilja

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.